Edda lætur hönnunardrauminn rætast í París

Fatastíllinn | 28. október 2023

Edda lætur hönnunardrauminn rætast í París

Edda Ingibjörg Gunnarsdóttir er upprennandi hönnuður sem flutti nýverið til Parísar í Frakklandi og hóf nám í fatahönnun við virta hönnunarskólann ESMOD Paris. Edda er mikill fagurkeri og nær hönnunaráhugi hennar ekki einungis yfir tísku heldur einnig innanhússhönnun, en nýlega tók hún að sér skemmtilegt verkefni í innanhússhönnun á Kársnesinu. 

Edda lætur hönnunardrauminn rætast í París

Fatastíllinn | 28. október 2023

Edda Ingibjörg Gunnardóttir flutti nýverið til Parísar í Frakklandi og …
Edda Ingibjörg Gunnardóttir flutti nýverið til Parísar í Frakklandi og hóf nám í fatahönnun.

Edda Ingibjörg Gunnarsdóttir er upprennandi hönnuður sem flutti nýverið til Parísar í Frakklandi og hóf nám í fatahönnun við virta hönnunarskólann ESMOD Paris. Edda er mikill fagurkeri og nær hönnunaráhugi hennar ekki einungis yfir tísku heldur einnig innanhússhönnun, en nýlega tók hún að sér skemmtilegt verkefni í innanhússhönnun á Kársnesinu. 

Edda Ingibjörg Gunnarsdóttir er upprennandi hönnuður sem flutti nýverið til Parísar í Frakklandi og hóf nám í fatahönnun við virta hönnunarskólann ESMOD Paris. Edda er mikill fagurkeri og nær hönnunaráhugi hennar ekki einungis yfir tísku heldur einnig innanhússhönnun, en nýlega tók hún að sér skemmtilegt verkefni í innanhússhönnun á Kársnesinu. 

Edda er lærður hagfræðingur en segist alla tíð hafa haft sterkar skoðanir á tísku, pælt mikið í hverju hún klæðist og hvað henni þyki flott og ekki flott. Hún segir áhuga sinn á fatahönnun og tísku alltaf hafa verið til staðar, en hann hafi þó breyst með hverju æviskeiði. 

Edda hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og …
Edda hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tísku og hönnun.

„Þegar ég var lítil þótti mér gaman að klæða mig upp í búninga, þá allra helst prinsessubúninga og halda „tískusýningar“. Í grunnskóla tók svo við langur kafli í mínu lífi þar sem ég bjó nánast í íþróttafötum og fór helst ekki í neitt nema Arsenal treyju og takkaskó,“ segir hún. 

„Á þessum tíma var ég samt með puttann á púlsinum hvað væri í gangi í tískuheiminum, en þá aðallega í þeim heimi sem ég hafði mestan áhuga á – fótbolta. Ég fylgdist með nýjustu þróun í takkaskóm, skoðaði búninga hjá liðum út um allan heim og fylgdist með hvernig tískan hafði þróast í gegnum tíðina,“ segir Edda. 

Edda hefur alltaf verið með puttann á púlsinum þegar kemur …
Edda hefur alltaf verið með puttann á púlsinum þegar kemur að tísku.

Alls ekki planið að flytja til Parísar

Edda byrjaði að prófa sig áfram í að skapa eigin hönnun í heimsfaraldrinum og eftir það var ekki aftur snúið. Nýverið hóf hún nám í fatahönnun við skólann ESMOD Paris og segist vera mjög spennt fyrir náminu. 

„Þetta nám var ekki alltaf hluti af planinu og þá alls ekki að flytja til Parísar. Ég hafði einungis komið í eina stutta heimsókn til Parísar áður en ég flutti hingað og var ekki alveg seld á borgina eftir fyrstu heimsókn. Ég hefði aldrei trúað því að tveimur árum síðar myndi ég kalla París nýja heima,“ útskýrir hún. 

„Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að í þetta skipti hefur París náð að heilla mig upp úr skónum. Ég er mjög spennt fyrir því að verja næstu árum í borg listarinnar og læra hönnun umkringd listasögu og tísku,“ bætir hún við. 

Þótt París hafi ekki alveg náð heilla Eddu til að …
Þótt París hafi ekki alveg náð heilla Eddu til að byrja með segist hún vera yfir sig hrifin af borginni núna.

Lýsir fatastíl sínum sem „lifandi“

Spurð út í eigin fatastíl segist Edda fá mikinn innblástur frá fólkinu og umhverfinu í kringum sig og reynir hún yfirleitt að klæða sig eftir því hvernig henni líður þann daginn. 

„Besta orðið sem mér dettur í hug til að lýsa fatastílnum mínum væri líklega „lifandi“. Ég hef gaman af því að prófa mig áfram og sjá hvað virkar fyrir mig. Það gerir það líka að verkum að stundum þegar ég sé gamlar myndir hugsa ég: „Hvað var ég eiginlega pæla með þessu dressi?“ En maður verður bara að læra að brosa og hlæja af þessu því maður verður að þora til að halda áfram að þróast,“ segir hún. 

„Það sem heillar mig mest við tískuna í dag er að það eru engar „reglur“ og fólk er opið fyrir nýjungum. Það er allt í gangi á sama tíma og ég dýrka það – möguleikarnir eru endalausir,“ bætir hún við. 

Edda segir möguleikana vera endalausa í tískuheiminum.
Edda segir möguleikana vera endalausa í tískuheiminum.

Aðspurð segist Edda reyna að pæla ekki of mikið í merkjum einum og sér, en á síðustu árum hefur hún haft augastað á merkinu Vivienne Westwood og haft mikinn áhuga á Vivienne sjálfri sem hönnuði. 

„Efst á óskalistanum mínum til margra ára eru svartir Mary Jane Tabi skór. En núna nýlega hef ég verið mjög spennt fyrir Good Squish scrunchie-hárteygjum, en Good Squish er lítið breskt merki sem leggur áherslu á umhverfismál. Það er mjög gaman að fylgjast með merkinu vaxa og springa út, en þau gerðu nýlega teygjur í samstarfi með Ganni,“ segir Edda.

Edda er virkilega hrifin af scrunchie-teygjunum frá Good Squish.
Edda er virkilega hrifin af scrunchie-teygjunum frá Good Squish.
Svartir Mary Jane Tabi skór eru efst á óskalistanum.
Svartir Mary Jane Tabi skór eru efst á óskalistanum.

Áhersla á jarðliti, mýkt og heimilislega stemningu

Það er ekki einungis fatahönnun sem heillar Eddu heldur hefur hún einnig mikinn áhuga á innanhússhönnun. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að hafa fallegt í kringum mig. Það sem heillar mig mest við innanhúshönnunina er að gefa rými líf, skapa umhverfi sem bætir lífsgæði og gefur frá sér ró svo fólki líði vel og að skapa stað fyrir líf og samverustundir. Mér finnst sjálfri ekkert mikilvægara en góðar samverustundir með fjölskyldu og vinum,“ segir Edda.

Edda leggur áherslu á að skapa notaleg rými sem veita …
Edda leggur áherslu á að skapa notaleg rými sem veita fólki ró og vellíðan.

Nýverið tók Edda að sér það verkefni að setja upp tvær sýningaríbúðir í nýbyggingu á Hafnarbraut á Kársnesinu, en hún segir verkefnið hafa verið gríðarlega skemmtilegt og spennandi. „Ég byrjaði í raun með nánast tóman striga en ég var líka svo heppin að þetta eru mjög fallegar og bjartar íbúðir við sjávarsíðuna í skemmtilegu umhverfi. Ég lagði áherslu á jarðlita tóna, mýkt og heimilislega stemningu sem tónar vel við sjávarsíðuna,“ útskýrir hún. 

„Ég vildi ná að fanga stemninguna í íbúðunum og skapa alrými sem er þægilegt og hvetur til fallegra samverustunda. Mér finnst þetta hafa heppnast frekar vel þótt ég segi sjálf frá og er ánægð með lokaútkomuna,“ bætir hún við. 

Edda er virkilega sátt við útkomuna enda vel heppnað verkefni.
Edda er virkilega sátt við útkomuna enda vel heppnað verkefni.

Töluverð vinna að koma sér upp nýju heimili í nýrri borg

Í innanhússhönnun sækir Edda mikinn innblástur í náttúruna og lýsir eigin stíl sem mjúkum og stílhreinum. „Stíllinn minn mótast líka af viðfangsefninu þrátt fyrir að halda í ákveðna grunnþætti. Mér finnst mikilvægt að draga fram það besta í rýminu og leyfa því að njóta sín. Verkefnið á Hafnarbrautinni var tilvalið þar sem ekki er langt að sækja í ró og náttúru við sjóinn, en á sama tíma eru íbúðirnar staðsettar miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þessar skemmtilegu andstæður bjóða upp á svo marga möguleika,“ segir hún. 

Spurð hvort hún eigi sér uppáhalds hönnuð segist Edda ekki geta valið einhvern einn en segist hafa gaman af því að fylgjast með Gustaf Westman. „Hann gerir mjög fjörug og litrík húsgögn og fylgihluti sem brjóta upp hið hefðbundna, en það er gaman að brjóta upp stílhreina hönnun með óhefðbundinni hönnun frá honum,“ segir hún.

Edda segir töluverða vinnu fylgja því að koma sér upp nýju heimili í alveg nýrri borg. „Ég skildi nánast alla búslóðina eftir heima þannig það er mjög spennandi verkefni að koma mér sjálfri fyrir. Nýlega hef ég verið í leit af skemmtilegu matarstelli í svipuðum stíl og diskarnir sem fást hjá Maison Flaneur, t.d. Diego Nine-diskar. Það er mjög mikið fallegt í boði í París en ég hef ekki enn fundið draumastellið,“ segir hún. 

Það er margt spennandi framundan hjá Eddu sem er í fullum snúningi að koma sér fyrir í nýrri borg. „Ég stefni á að fara á fullum krafti í lífið hér úti í París, einbeita mér að náminu, kynnast menningunni, finna besta croissantið og auðvitað reyna að læra frönskuna. C'est la vie!“ segir hún að lokum. 

Edda er spennt að kynnast París betur og stefnir á …
Edda er spennt að kynnast París betur og stefnir á að finna besta croissantið í borginni!
mbl.is