„Nei, ég myndi ekki kalla mig áhrifavald“

Áhrifavaldar | 19. nóvember 2023

„Nei, ég myndi ekki kalla mig áhrifavald“

Davíð Dimitry Indriðason er eldklár ungur maður með mikla ástríðu fyrir tungumálum, þá sérstaklega íslenskri tungu. Hann starfar sem rafvirki ásamt því að leika á píanó, en í frítíma sínum nýtur hann þess að taka upp myndskeið fyrir TikTok-reikning sinn Learn Iceland Now þar sem hann hjálpar fólki að læra íslensku ásamt því að vekja athygli á hve einstök íslenskan er. 

„Nei, ég myndi ekki kalla mig áhrifavald“

Áhrifavaldar | 19. nóvember 2023

Davíð Dimitry Indriðason er eldklár ungur maður með mikla ástríðu fyrir tungumálum, þá sérstaklega íslenskri tungu. Hann starfar sem rafvirki ásamt því að leika á píanó, en í frítíma sínum nýtur hann þess að taka upp myndskeið fyrir TikTok-reikning sinn Learn Iceland Now þar sem hann hjálpar fólki að læra íslensku ásamt því að vekja athygli á hve einstök íslenskan er. 

Davíð Dimitry Indriðason er eldklár ungur maður með mikla ástríðu fyrir tungumálum, þá sérstaklega íslenskri tungu. Hann starfar sem rafvirki ásamt því að leika á píanó, en í frítíma sínum nýtur hann þess að taka upp myndskeið fyrir TikTok-reikning sinn Learn Iceland Now þar sem hann hjálpar fólki að læra íslensku ásamt því að vekja athygli á hve einstök íslenskan er. 

Myndskeið Davíðs Dimitrys hafa vakið mikla lukku og er fólk hvaðanæva að úr heiminum að læra málið með hjálp þessa drífandi unga manns. 

Af hverju byrjaðir þú að taka upp þessi myndskeið?

„Ég byrjaði með reikninginn 1. janúar 2020 og var það bara gert til þess að hvetja fólk til að læra málið, en ég vildi einnig vekja athygli á fegurð íslenskunnar.”

Hvernig kom hugmyndin til?

„Sumarið 2019 fékk ég þennan gífurlega áhuga á tungumálum. Ég byrjaði á að kynna mér japönsku en fór svo að stúdera rússneskuna betur og dembdi mér því næst í spænskuna.

Ég var búinn að fylgjast með svipuðum erlendum Instagram-reikningum og áttaði mig fljótlega á því að það var enginn að gera þetta fyrir íslenskuna, allavega ekki reglulega. Í stuttu máli kom þetta til vegna ástríðu minnar fyrir íslenska tungumálinu og tungumálum yfir höfuð.“

Fyrir hverja er þetta?

„Þetta er fyrir alla, unga sem aldna. Þetta er gott hjálpargagn kannski einna helst fyrir ferðamenn og fólk sem er að læra íslensku sem annað tungumál.“ 

Manst þú hvert fyrsta kennsluorðið var?

„Tæknilega séð var það stafurinn „á“ en fyrsta kennsluorðið var „sunnudagur“.

 Hvaða orð er fyndnasta íslenska orðið sem þú hefur kennt?

„Ætli það sé ekki „Eyjafjallajökull“. Það er klassískt og útlendingum finnst það mjög krefjandi og fyndið. Það var virkilega skemmtilegt að gera myndskeið um Eyjafjallajökul og viðbrögðin við þeim voru góð.“

Hvernig hafa viðbrögðin verið?

„Þau hafa verið gríðarlega góð og jákvæð. Ég fæ mjög reglulega athugasemdir frá fylgjendum um það hversu mikið myndskeiðin hafa hjálpað.“

Ertu með fylgjendur hvaðanæva að úr heiminum?

„Já, það er ég! Stærsti hluti fylgjenda Learn Iceland Now er á Íslandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Brasilíu og Bretlandi.“

Myndir þú kalla þig áhrifavald?

„Ef að spurningin snýst um það hvort mér finnst ég vera frægur, þá er svar mitt einfalt: „Nei.“ Ég auðvitað vona að ég sé samt að hafa jákvæð áhrif á fólk.“

Hvað sérðu fyrir þér að gera þetta í langan tíma?

„Eins lengi og ég mögulega get.“

mbl.is