Ezzi gaf Gústa B 200 þúsund króna afmælisgjöf

Áhrifavaldar | 13. desember 2023

Ezzi gaf Gústa B 200 þúsund króna afmælisgjöf

Öllu var tjaldað til þegar útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hélt upp á 22 ára afmæli sitt í veislusalnum Cava Club síðastliðna helgi.

Ezzi gaf Gústa B 200 þúsund króna afmælisgjöf

Áhrifavaldar | 13. desember 2023

Öllu var tjaldað til þegar útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hélt upp á 22 ára afmæli sitt í veislusalnum Cava Club síðastliðna helgi.

Öllu var tjaldað til þegar útvarpsmaðurinn Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hélt upp á 22 ára afmæli sitt í veislusalnum Cava Club síðastliðna helgi.

Á gestalistanum var mikið um þekkta Íslendinga, þar á meðal voru tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, knattspyrnumaðurinn Adam Ægir Pálsson og leikarinn og handboltamaðurinn Blær Hinriksson. 

Estefan Leó Haraldsson, betur þekktur sem Ezzi á TikTok, mætti líka í afmælið og gaf afmælisbraninu rándýra gjöf. Í samtali við mbl.is segir hann gjöfina hafa kostað 200 þúsund krónur.

Hissa þegar hann opnaði gjöfina

Ezzi birti TikTok-myndband af viðbrögðum Gústa B þegar hann opnaði gjöfina sem virðist vera gríðarstórt einhyrningahöfuð með ljósi inni í sem lýsir í gegnum augu höfuðsins. Gústi B var vægast sagt hissa þegar hann sá gjöfina, enda hefur hann líklega ekki fengið einhyrningahöfuð oft að gjöf. 

Gjöfin virðist hafa vakið mikla lukku í afmælinu, svo mikla að Prettyboitjokko birti mynd af sér með gjöfinni á Instagram. 

mbl.is