Fyrsta konungborna konan til að prýða forsíðu Playboy

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. febrúar 2024

Fyrsta konungborna konan til að prýða forsíðu Playboy

Xenia Florence Gabriela Sophie Iris af Saxlandi skráði sig í sögubækurnar nýverið þegar hún sat fyrir nakin á síðum tímaritsins Playboy. Hún er fyrsta konungborna konan til að gera það.

Fyrsta konungborna konan til að prýða forsíðu Playboy

Kóngafólk í fjölmiðlum | 8. febrúar 2024

Prinsessan er að gera það gott.
Prinsessan er að gera það gott. Skjáskot/Instagram

Xenia Florence Gabriela Sophie Iris af Saxlandi skráði sig í sögubækurnar nýverið þegar hún sat fyrir nakin á síðum tímaritsins Playboy. Hún er fyrsta konungborna konan til að gera það.

Xenia Florence Gabriela Sophie Iris af Saxlandi skráði sig í sögubækurnar nýverið þegar hún sat fyrir nakin á síðum tímaritsins Playboy. Hún er fyrsta konungborna konan til að gera það.

Þýska prinsessan, 37 ára gömul, berar allt og meira til á síðum þýska Playboy og situr fyrir í mjög ögrandi stellingum, en hvít dula hylur hennar allra heilagasta á forsíðumyndinni. 

Xenia sinnir ekki hefðbundnum konunglegum skyldum eins og flest konungsborið fólk er vant að gera. Hún starfar aðallega í raunveruleikasjónvarpi, en í dag er hún þátttakandi í raunveruleikaþættinum B:Real - Real Celebrities, Real Life. 

Þýsku prinsessuna er að finna í mars hefti þýska Playboy tímaritsins.

mbl.is