Börn Fritzl þakka fyrir stuðninginn

Veggspjaldið, sem börn Fritzls hafa sett uipp í Amstetten.
Veggspjaldið, sem börn Fritzls hafa sett uipp í Amstetten. Reuters

Elizabeth Fritzl og börn hennar hafa sent frá sér skilaboð í fyrsta sinn frá því að þau losnuðu úr kjallara föður síns í síðasta mánuði.

Á plakati sem hefur verið komið fyrir í miðborg Amstetten þakka þau fyrir þann stuðning sem þeim hefur verið sýndur og segjast vonast til að geta lifað venjulegu lífi í framtíðinni.

Einnig var greint frá því í fjölmiðlum í gær að Elisabeth væri að skoða með lögfræðingum hugsanlega málsókn á hendur fjölmiðlum sem brotið hafi gegn friðhelgi einkalífs hennar.

Hluti af veggspjaldinu.
Hluti af veggspjaldinu. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka