Segja allt benda til notkunar klórgass

Jean-Yves Le Drian (lengst til vinstri) ásamt Edouard Philippe, forsætisráðherra …
Jean-Yves Le Drian (lengst til vinstri) ásamt Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands (í miðjunni). AFP

Frönsk stjórnvöld segja að allt bendi til þess að ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta noti klórgas í borgarastríðinu í landinu.

„Allt bendir til þess í dag að klórgas sé notað af stjórnvöldum í Sýrlandi,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í samtali við sjónvarpsstöðina BFM.

Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar fordæmi notkun efnavopna í Sýrlandi.

Margir hafa slasast síðustu daga í árásum í landinu, þar á meðal börn. Fórnarlömb og heilbrigðisstarfsfólk segja að eiturgas hafi verið notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert