Flóttinn flétta í máli án hliðstæðu

Sindri Þór Stefánsson
Sindri Þór Stefánsson

Flótti Sindra Þórs Stef­áns­sonar, sem strauk úr fang­els­inu á Sogni í fyrradag og flúði til Svíþjóðar, hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla sem fjalla um flóttann og meinta aðild Sindra Þórs að umfangsmesta þjófnaði á tölvubúnaði sem átt hefur sér stað hér á landi til þessa.

Lögreglan á Suðurnesjum hefur yfirheyrt tvo einstaklinga með réttarstöðu sakbornings vegna flótta Sindra Þórs að því er RÚV greindi frá nú um hádegi. Var tvímenningunum sleppt úr haldi í kjölfarið. Ekki náðist í Gunnar Schram, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, við vinnslu fréttarinnar. 

BBC segir Sindra Þór vera grunaðan um að vera heilann á á bak við þjófnaðinn á tölvubúnaðinum og tölvurnar hafi verið notaðar við gröft á Bitcoin rafmyntinni.

Fjallar BBC nokkuð ítarlega um þjófnaðinn á tölvunum, sem þeir segja íslenska fjölmiðla hafa kallað „stóra Bitcoin ránið“

Los Angeles Times  segir flótta Sindra Þórs vera enn „eina fléttuna í máli án hliðstæðu á friðsælli eyju með 340.000 íbúa og eina lægstu glæpatíðni í heimi“.  Vísar blaðið m.a. í Helga Gunnarsson félagsfræðing við Háskóla Íslands, sem segir óvenjulegt að fangi í svo umfangsmiklu máli sé vistaður í fangelsi með lágmarksöryggisgæslu – og enn óvenjulegra sé hve skipulagður flótti hans var. „Flótti úr fangelsi á Íslandi felur venjulega í sér að einhver flúði bara til að fara á fyllerí. Undirheimarnir eru litlir og það er verulega erfitt að fara huldu höfði, hvað þá að flýja land,“ sagði Helgi við LA Times. 

Sænska Aftonbladet gerir málinu líka skil og vísar í sænsku lögregluna sem staðfestir að þeim hafi verið greint frá málinu. Segir Malin Näfver, hjá sænsku ríkislögreglunni, í samtali við blaðið að lögregla þar í landi líkt og öðrum Evrópuríkjum hafi fengið upplýsingar um Sindra Þór, sem alþjóðleg handtökuskipan hefur verið gefin út gegn.

Þá vakti það einnig athygli erlendu miðlanna að forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, hafi verið um borð í sömu flugvél og strokufanginn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...