Vill DNA-sýni úr Cristiano Ronaldo

Cristiano Ronaldo er sakaður um nauðgun.
Cristiano Ronaldo er sakaður um nauðgun. AFP

Yfirvöld í Las Vegas í Bandaríkjunum hafa gefið út heimild til að útvega DNA-sýni úr knattspyrnumanninum og ofurstjörnunni Cristiano Ronaldo til að bera saman við sýni sem fannst á kjól konu sem hefur sakað hann um nauðgun.

Fréttavefur The Wall Street Journal greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla hafa yfirvöld í Las Vegas sent formlega stefnu með heimild til sýnatöku úr Ronaldo til ítalskra dómstóla, en hann býr og starfar í Tórínó á Ítalíu.

Rannsókn málsins var lokið en lögregluyfirvöld í Las Vegas tóku síðasta haust upp rannsókn að nýju eftir að Kathryn Mayorga stefndi Ronaldo vegna meintrar nauðgunar árið 2009. Í stefnunni kom fram að hann hafi borgað henni 375 þúsund Bandaríkjadali gegn því að hún opinberaði ekki ásakanir á hendur honum á opinberum vettvangi.

Ronaldo og lögfræðingateymi hans hafa ítrekað hafnað að nauðgunin hafi átt sér stað. „Hr. Ronaldo hefur ávallt haldið því fram, eins og hann gerir í dag, að það sem átti sér stað í Las Vegas árið 2009 hafi verið með samþykki beggja aðila,“ sagði Peter S. Christiansen lögmaður Ronaldo í október. Hann neitaði að tjá sig við fjölmiðla vegna málsins í gær.

Við rannsókn á kjólnum sem Mayorga var í umrætt kvöld fyrir níu árum hefur fundist DNA-sýni af óþekktum einstaklingi. Í frétt TWST segir að gert sé ráð fyrir því að ítalskir dómstólar láti taka sýni úr Ronaldo til að bera saman við sýnið sem fannst á kjólnum.

Fyrrverandi kærasta Ronaldo, Jasmine Lennard, hefur kallað hann lygara og geðsjúkling. Hún styður Kathryn Mayorga í baráttu sinni gegn Ronaldo.

„Allt líf hans er lygi. Hel­vít­is geðsjúk­ling­ur,“ skrifaði Lenn­ard Twitter í vikunni og bætti við að Ronaldo hafi sagt henni þegar þau voru par að hann myndi láta skera hana í búta ef hún hitti ann­an mann. Aðgangi hennar virðist hafa verið lokað í dag.

mbl.is
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...