Mueller kemur fyrir þingnefnd í júlí

Robert Mueller stýrði rann­sókn­inni á af­skipt­um rúss­neskra ráðamanna af banda­rísku …
Robert Mueller stýrði rann­sókn­inni á af­skipt­um rúss­neskra ráðamanna af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um 2016. Hann mun ræða niðurstöðuna á fundi þingnefndar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. AFP

Robert Mueller, sem fór fyrir rannsókn á mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum 2016, hefur fallist á að koma fyrir tvær þingnefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í næsta mánuði. 

„Rúss­ar reyndu að hafa áhrif á kosn­ing­arn­ar okk­ar og það er eitt­hvað sem all­ir Banda­ríkja­menn ættu að láta sig varða,“ sagði Mu­ell­er um tveggja ára rann­sókn hansþegar hann  tjáði sig op­in­ber­lega um málið í lok maí, en skýrsla hans var gef­in út í apríl. Mueller mun koma fyrir nefndirnar 17. júlí. 

Vitnaleiðslurnar verða sýndar í beinni útsendingu og gera má ráð fyrir að þingmenn Demókrataflokksins reyni að fá svör frá Mueller sem greiði þeim leið til að leggja fram ákæru á hendur Trump fyrir embættisbrot (e. impeachment). 

Demó­krat­ar skipt­ast í tvær fylk­ing­ar hvort fara eigi fram á ákæru eða ekki gegn for­set­an­um. Nancy Pe­losi, for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, er ein þeirra sem tel­ur það óráðlegt þar sem stuðning­ur við ákær­una á þingi er lík­lega ekki nægi­leg­ur.

Trump er vitanlega ekki alls kostar sáttur við ákvörðun Mueller að koma fyrir nefndirnar og tjáði hann sig stuttlega á Twitter þar sem hann sakar Mueller um árás gegn forsetaembættinu.mbl.is