För olíuflutningaskips stöðvuð

GÍbraltar er breskt sjálfsstjórnarsvæði syðst á Spáni.
GÍbraltar er breskt sjálfsstjórnarsvæði syðst á Spáni.

För flutningaskips var stöðvuð af lögreglu og landhelgisgæslu Gíbraltar í morgun vegna gruns um að það ætti að flytja hráolíu til Sýrlands, en slíkt gengur gegn viðskiptabanni Evrópusambandsins. 

Yfirvöld í Gíbraltar segjast hafa rökstuddan grun þess efnis að skipið, Grace 1, væri að flytja hráolíuna til Banias Refinery, sem fellur undir viðskiptaþvinganir Evrópuríkjanna gegn Sýrlandi.

Forsætisráðherra Gíbraltar, Fabian Picardo, hrósar hugrekki landhelgisgæslunnar við stöðvun skipsins. „Verið viss um að áfram verður öryggi tryggt í Gíbraltar, og alþjóðlegum lögum og reglum fylgt eftir.“

Frétt BBC

mbl.is