Innkalla 33.000 flöskur af barnapúðri

Innköllunin takmarkast við eina framleiðslulotu, sem framleidd var og fór …
Innköllunin takmarkast við eina framleiðslulotu, sem framleidd var og fór í dreifingu og sölu í Bandaríkjunum á síðasta ári. AFP

Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson hefur innkallað 33.000 flöskur af barnapúðri vegna mælingar sem sýndi fram á asbestmengun í púðrinu. 

Innköllunin takmarkast við eina framleiðslulotu, númer 22318RB, sem framleidd var og fór í dreifingu og sölu í Bandaríkjunum á síðasta ári.

Johnson & Johnson á undir högg að sækja um þessar mundir, en hefur nýlega verið gert að greiða hundruð milljóna dollara í bætur fyrir þátt sinn í útbreiðslu ópíóðalyfjafaraldurs. 

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka