Líklega með veiruna þrátt fyrir bólusetningu

Alberto Fernandez, forseti Argentínu.
Alberto Fernandez, forseti Argentínu. AFP

Al­berto Fern­and­ez, for­seti Arg­entínu, greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði líklega greinst með Covid-19 en búið er að bólusetja hann með rússneska bóluefninu Spútnik við veirunni.

„Í lok dags, eftir að hafa mælst með 37,3 gráðu hita og fundið fyrir smá höfuðverk, fór ég í mótefnapróf og var það jákvætt,“ skrifaði forsetinn á Twitter. Hann fór einnig í PCR-próf og bíður niðurstöðu þess.

Forsetinn, sem varð 62 ára í gær, var til öryggis í einangrun en kvaðst hafa það ágætt.

Fólk getur smitast af Covid-19 þrátt fyrir að hafa verið bólusett en bólusetningin dregur mjög úr líkunum á alvarlegum veikindum.

mbl.is

Bloggað um fréttina