Leiðtogar heims fordæma árásina á kjarnorkuverið

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AFP

Leiðtogar heims segja að Rússar hafi lagt líf og limi almennra borgara sem og eigin fólks í mikla hættu með árás á kjarnorkuverið í Sa­porisjí og hafa margir hverjir fordæmt aðgerðina. 

Úr eftirlistmyndavélum frá því að eldur logaði í nótt.
Úr eftirlistmyndavélum frá því að eldur logaði í nótt. AFP

Eldur kviknaði í kjarnorkuverinu, sem er það stærsta í Evrópu, í nótt eftir sprengjuárásir Rússa. Til tókst að ráða niðurlögum eldsins snemma í morgun en kjarnorkuverið er nú á valdi Rússa samkvæmt Úkraínskum yfirvöldum. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Sa­porisjí-orkuverið er staðsett í suðausturhluta Úkraínu, hvar Rússneskar hersveitir hafa náð að leggja undir sig stór svæði. 

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands segir að árásin á kjarnorkuverið hafi verið kærulaus og hafi ógnað öryggi allra Evrópubúa. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur hvatt stjórnvöld í Kreml til að láta af hernaðaraðgerðum við kjarnorkuverið og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanana, hefur sagt atburðina vera hræðilega árás og að Rússar verði að hörfa undir eins.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert