Jafnmikil kvikusöfnun og í síðasta gosi

Eldgos við Grindavík 14. janúar
Eldgos við Grindavík 14. janúar mbl.is/Árni Sæberg

Kvika í kvikuhólfinu undir Svartsengi er nú um 9 millj­ón­ir rúm­metrar og er því orðið jafnmikið og þegar gaus 14. janúar, en þá var talið að kvikan væri á bilinu 9-13 milljón rúmmetrar.

„Nú er búið að endurreikna miðað við nýjustu gögn og það eru rétt tæplega 9 milljónir rúmmetra komnir núna, sem er þá við neðri mörkin sem var áætlað að hefði farið í eldgosinu síðast,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Fyrr í dag greindi mbl.is frá því að kvikusöfnun væri um 6,5 milljónir rúmmetra, en þá höfðu nýju gögnin ekki verið birt. 

Eldfjöll alltaf ólíkindatól

„Þetta þýðir bara það að þetta getur byrjað hvenær sem er,“ segir Sigríður spurð hvað það kunni að þýða fyrir líkur á eldgosi.

„En svo náttúrulega eru eldfjöll alltaf ólíkindatól svo maður getur svo sem aldrei gefið sér neitt í þeim efnum, en miðað við hvað er undir þá er betra að gera ráð fyrir því að það fari að draga til tíðinda fljótlega.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert