Kökur & sætindi

Yfirliðsvaldandi kirsuberja- og súkkulaðipavlóur

17.2. Er eitthvað betra, fullkomnara, bragðbetra eða lekkerara en smá-pavlóvur löðrandi í dásemdarsætindum sem lyfta geðinu á æðra plan? Meira »

Bounty-kaka úr aðeins fimm hráefnum

17.2. Það eru aðeins fimm hráefni í þessari æðislegu köku svo nú er engin afsökun að eiga ekki eitthvað gott með helgarkaffinu.  Meira »

Saltkaramellukaka með rjómaostakremi

16.2. Fallegar kökur standa ávallt fyrir sínu og prýða hvaða veisluborð sem er. Hér erum við með meistarastykki úr smiðju Lindu Ben en hér leikur hún sér með saltkaramellubragðið sem kemur ótrúlega vel út. Meira »

Pavlovan sem enginn getur staðist

9.2. Góð pavlova stendur ætíð fyrir sínu og hér gefur María Gomez á Paz.is okkur uppskriftina sína sem er sérdeilis girnileg eins og sjá má. María segir að galdurinn við vel heppnaða pavlovu sé að hafa eggin við stofuhita og mala sykurinn ögn í blandara til að hann smjúgi sem best inn í eggjahvíturnar. Meira »

Súkkulaðidraumur með aukasúkkulaði

6.2. Megum við freista ykkar með draumkenndri súkkulaðikexköku – skreyttri með hnetum og kirsuberjum?   Meira »

Bestu snúðar sem þú munt smakka

5.2. Við sýnum veikleikamerki þegar slíkar kræsingar lenda á borðinu og ekki lengi að grípa einn til að smakka.   Meira »

Hið eina sanna Rocky Road

3.2. Margir þekkja „Rocky Road“ sem er aldagömul uppskrift að gómsætu konfekti með sögu og fullkomið með kaffinu.   Meira »

Vanilluskyrkökur með karamellubráð

3.2. Þegar kemur að huggulegum veitingum á veisluborðið er enginn flinkari en Berglind Hreiðars á Gotteríi & gersemum enda má kalla hana ókrýndan Íslandsmeistara í veisluhaldi. Meira »

Stórhættuleg djöflakaka með saltkaramellukremi

2.2. Rétt upp hönd sem elskar djöflaköku og væri alveg til í að prófa hana með saltkarmellukremi. Þar sem um það bil öll þjóðin er nú búin að rétta upp hönd má ég til með að ljóstra því upp að þessi kaka er bökuð af henni Hjördísi Dögg á Mömmur.is og notar hún nýjustu snilldina frá Betty Crocker sem er saltkaramellukrem. Jebbs. Meira »

Kakan sem sendir þig í annan heim

27.1. Það er eitthvað rosalegt sem kemur fyrir bragðlaukana þegar þessi bomba læðist inn fyrir varirnar.   Meira »

Einföld ísterta með smákökudeigi og lakkrís

19.1. Flest erum við búin að standa okkur stórkostlega í mataræðinu það sem af er janúar og því ekki úr vegi að leggja drög að næstu eldhússprengjunni sem geðið mun gleðja. Meira »

Ómótstæðileg bláberjakaka

25.12. Svona kökur eru ómissandi í hverri viku, eða í það minnsta aðra hverja. Kakan er með bláberjum, súkkulaði og möndluflögum sem setja algjörlega punktinn yfir i-ið. Meira »

Svona gerir þú besta Ris a la mande í heimi

23.12. Þormar Þorbergsson bakarameistari og súkkulaðisjení birti myndband þar sem hann kennir fólki hvernig gera á Ris a la mande eftir kúnstarinnar reglum. Eflaust rekur marga í rogastans þegar þeir sjá myndbandið og í leiðinni öll litlu mistökin sem maður hefur gert í gegnum tíðina. Meira »

Bakaði Betty með jólaöli

21.12. Við höfum heyrt því hvíslað að hægt sé að skipta út eggjum í Betty Crocker með því að setja kókdós í staðinn. Hjómar galið en virkar. Meira »

„Unaður í hverjum bita“

9.12. Nú eru allir á fullu við að baka smákökur og hér gefur að líta uppskrift sem tikkar í öll box. Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á þessa uppskrift sem hún segir að sé æðislegt. Meira »

Súkkulaðikaka með mjúkri miðju

8.12. Hver elskar ekki ómótstæðilega eftirrétti sem tekur bókstaflega nokkrar mínútur að gera? Hér gefur að líta súkkulaðiköku eða svona eldfjallaköku eins og eru svo vinsælar en þá er miðjan í þeim mjúk. Meira »

Volg brownie með snjókalli

8.12. Þetta er með því flottara sem sést hefur. Hér erum við með volga brownie köku og snjókall ofan á. Ef börnin eiga ekki eftir að elska þetta þá veit ég ekki hvað. Meira »

Nýjung fyrir neytendur - Bakaðar ostakökur

7.12. Ostakökurnar frá MS hafa alltaf notið mikilla vinsælda og hafa ýmsar bragðtegundir verið settar á markað á undanförnum árum. Nýjustu kökurnar eru hins vegar ólíkar hinum að því leyti að um er ræða bakaðar ostakökur sem eru þéttari í sér og eins og nafnið ber með sér, bakaðar. Meira »

Auðveldustu lakkrískaramellur í heimi

6.12. Karamellur eru bráðnauðsynlegar til að hafa við höndina þessa dagana þegar jólastressið byrjar að læðast upp bakið á manni.   Meira »

Ljúffengar svissneskar hnetukökur

6.12. Við höldum áfram að deila með ykkur einföldum og ljúffengum smákökum til að baka á aðventunni. Þessar eru algjör draumur og henta stórvel með góðum kaffibolla eða heitu kakói. Meira »

Pavlova sem smakkast eins og jólin

4.12. Spilakvöld með vinum eða bröns með fjölskyldunni – þá er þessi pavlova alltaf á boðstólnum. Hún er svo dásamlega falleg á að líta og svo bragðast hún eins og jólin sjálf. Meira »

Jólasmákökur með appelsínukeim

2.12. Ilmur af jólum er ilmur af smákökum, það má svona næstum því setja samasemmerki þarna á milli. Ilmurinn af þessum smákökum færir í það minnsta hugann að jólunum. Meira »

Súkkulaðibitakökur með leynihráefni

2.12. Þessi uppskrift kemur verulega á óvart enda er hráefnalistinn að mestu hefðbundinn fyrir utan hráefni sem kemur manni algjörlega í opna skjöldu. Meira »

Hinar heimsfrægu Bessastaðakökur

1.12. Bessastaðakök­ur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessa­stöðum á síðari hluta 19. ald­ar. Meira »

Stórkostleg nýjung frá Betty Crocker

1.12. Aðdáendur Betty Crocker og allur þeirra frændgarður getur formlega tekið tryllinginn af gleði því nýjasta afurðin frá Betty Crocker er mögulega það girnilegasta sem rekið hefur á fjörur vorar í lengri tíma. Meira »

Hinar sívinsælu Svövu-Sörur

30.11. Kona nokkur hafði orð á því að sér þættu jólin alveg ómöguleg ef hún bakaði ekki sörur. Við hér á Matarvefnum erum hjartanlega sammála því og bökuðum því sexfalda uppskrift að þessu sinni. Meira »

Leyndarmálið á bak við ris a la mande

26.11. Hjá mörgum ríkir sú hefð að borða hrígrjónagraut á jólunum eða ris a la mande og þá með tilheyrandi möndlu sem felur sig í einni skálinni. Meira »

Gömlu Rice crispies-kökurnar teknar á næsta stig

25.11. „Hér er komin ný uppskrift að Rice crispies-kökunum góðu sem nánast allir landsmenn þekkja. Ég hef mjög oft Rice crispies-kökur í afmæli barnanna minna og hef ég notað uppskrift sem er búin að fylgja mér frá því ég var barn.“ Meira »

Skúffukakan hennar Svövu

25.11. „Ég sit við eldhúsborðið með þriðja kaffibolla dagsins og er að fara í gegnum uppskriftir sem mig langar að prófa. Krakkarnir sofa alltaf fram yfir hádegi um helgar og mér þykir svo notalegt að læðast fram, kveikja á útvarpinu og byrja daginn rólega.“ Meira »

Einfalda jólasmákökuuppskriftin

24.11. Við erum dottin inn í smákökutímann og það er ekkert aftur snúið. Leyfum okkur bara að njóta og prófa nýjar uppskriftir sem þessa – mun eflaust falla vel í kramið hjá öllum á heimilinu. Meira »