Larry Nassar

Þagði um misnotkun og fékk væna summu

6.7. Fyrrverandi framkvæmdastjóri bandarísku ólympíunefndarinnar, sem hélt ásökunum vegna kynferðislegrar misnotkunar læknisins Larry Nassar leyndum, fékk 2,4 milljónir bandaríkjadala í starfslokasamning. Meira »

Óska eftir greiðslustöðvun vegna Nassar

6.12. Bandaríska fimleikasambandið hefur óskað eftir greiðslustöðvun (Chapter 11) í Indiana á sama tíma og unnið er að því að ná dómsátt við fórnarlömb fyrrverandi læknis bandaríska landsliðsins í fimleikum, Larry Nassar. Meira »

„Eins og að vera slegin utan undir“

30.8. Fórnarlömb Larry Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska landsliðsins í fimleikum, sem misþyrmdi hundruðum stúlkna og kvenna kynferðislega, gagnrýna harðlega að þjálfari sem varði Nassar í upphafi hafi fengið góða stöðu innan fimleikasambandsins. Meira »

Ráðist á Nassar í fangelsinu

25.7. Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, sem misþyrmdi hundruðum stúlkna og kvenna kynferðislega, vill nú fá mál sitt tekið upp að nýju. Hann segist hafa orðið fyrir árás í alríkisfangelsinu þar sem hann dvelur nú og að dómarinn sem dæmdi í máli hans haf verið hlutdrægur. Meira »

Fórnarlömbin fá 500 milljónir dollara

16.5.2018 Michigan-háskóli, þar sem kynferðisbrotamaðurinn Larry Nassar starfaði, hefur samþykkt að greiða 500 milljónir dollara í bætur til 332 fórnarlamba hans. Meira »

Þjálfarinn sæti lögreglurannsókn

6.2.2018 Þjálfari bandaríska landsliðsins í fimleikum er nú til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Eaton sýslu í Michigan vegna ásakana sem komu fram í hans garð við réttarhöldin yfir Larry Nassar, lækni fimleikaliðsins. Meira »

Nassar fær þriðja lífstíðardóminn

5.2.2018 Þriðji dómurinn yfir Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins, féll í dag og var Nassar að þessu sinni dæmdur í 40-125 ára fangelsi fyrir að misþyrma ungum fimleikastúlkum. Sagði dómarinn Nassar greinilega vera í afneitun. Meira »

Níddist á 40 stúlkum á einu ári

4.2.2018 Á árinu sem leið, frá því að alríkislögreglan í Bandaríkjunum hóf fyrst rannsókn á ásökunum á hendur lækninum Lawrence G. Nassar um að hann hefði misnotað þrjár fimleikastúlkur kynferðislega, hélt hann uppteknum hætti og níddist á 40 stúlkum til viðbótar. Meira »

Réðst á níðing dætra sinna

2.2.2018 Faðir stúlkna sem bandaríski læknirinn Larry Nassar misnotaði réðst á hann í réttarsalnum í Michigan í dag.  Meira »

Vita um 265 fórnarlömb Nassar

31.1.2018 Fjöldi kvenna sem talið er að hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska landsliðsins í fimleikum, telur nú 265 konur. BBC greinir frá þessu og vísar í orð dómara í Michigan. Meira »

Stjórnin segir af sér vegna hneykslis

26.1.2018 Stjórn bandaríska fimleikasambandsins ætlar að segja af sér vegna hneykslismálsins í tengslum við kynferðislega misnotkun fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins á fjölda fimleikakvenna. Meira »

Sagði af sér eftir dóm Nassars

25.1.2018 Rektor Michigan State University (MSU) sagði af sér nokkrum klukkutímum eftir að Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum fékk dóm sinn. Nassar starfaði við háskólann á árunum 1997-2016. Meira »

Ólympíunefndin rannsakar misnotkun

24.1.2018 Ólympíunefnd Bandaríkjanna ætlar að láta gera sjálfstæða rannsókn á kynferðislegri misnotkun innan fimleikaheimsins.  Meira »

Dæmdur í 40 til 175 ára fangelsi

24.1.2018 Fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, Larry Nassar, hefur verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsi fyrir að hafa misnotað tugi fimleikakvenna kynferðislega. Meira »

Baðst afsökunar á misnotkun

24.1.2018 Fyrrverandi læknir bandaríska landsliðsins í fimleikum, Larry Nassar, hefur beðist afsökunar á því að hafa misnotað tugi fimleikakvenna kynferðislega. Meira »

Stjórn fimleikasambandsins sagði af sér

22.1.2018 Aðalstjórn bandaríska fimleikasambandsins sagði af sér á sunnudaginn. Afsögnin kemur í kjölfar réttarhalda yfir fyrrverandi lækni liðsins, Larry Nassar, sem hefur viðurkennt að hafa misnotað fjölmargar fimleikakonur í starfi sínu fyrir sambandið. Meira »

„Þú ert ekkert“

19.1.2018 Gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikum horfðist í dag í augu við skömmustulegan Larry Nassar þegar réttarhöld yfir honum héldu áfram. Nassar er fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins en hann hef­ur játað sök um kyn­ferðis­legt of­beldi í tíu mál­um í tveim­ur sýsl­um í Michigan. Meira »

„Þú eyðilagðir líf þeirra“

18.1.2018 Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins, var ávíttur í dag eftir að hann sagði dómara að það væri of erfitt fyrir hann að hlusta á vitnisburð fórnarlamba hans. Réttarhöld yfir Nassar standa yfir en hann hef­ur játað sök um kyn­ferðis­legt of­beldi í tíu mál­um. Meira »

„Farðu til helvítis!“

17.1.2018 Fimleikaþjálfari, sem sendi meira en 100 stúlkur í meðferð við meiðslum til læknisins Larry Nassar áður en upp komst að hann hefði misnotað fjölda stúlkna, krafðist þess að Nassar horfði í augun á fórnarlömbum sínum. Réttarhöld yfir Nassar standa yfir. Meira »

„Þú notaðir líkama minn í sex ár“

17.1.2018 „Þú notaðir líkama minn í sex ár fyrir eigin kynferðislegu fullnægju,“ sagði Kyle Stephens, sem var barnfóstra hjá fjölskyldu læknisins Larry Nassar við réttarhöldin yfir Nassar í gær. „Þetta er ófyrirgefanlegt,“ bætti Stephens við en hún er ein af rúmlega 100 fórnarlömbum hans. Meira »

Simone Biles: Nassar misnotaði mig

15.1.2018 Bandaríska fimleikakonan Simone Biles, margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum, segir að hún hafi verið kynferðislega misnotuð af Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. Meira »

60 ára fangelsi vegna barnakláms

7.12.2017 Fyrrverandi læknir fimleikalandsliðs Bandaríkjanna, Larry Nassar, var dæmdur í 60 ára fangelsi í dag fyrir að hafa í fórum sínum barnaklám. Rúmlega 37 þúsund myndbönd af barnaklámi fundust á hörðum diskum í eigu hans. Meira »

Játar að hafa áreitt fimleikastelpur

22.11.2017 Fyrrverandi læknir bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar, hefur játað sök í sjö ákæruliðum en hann áreitti konur og stelpur í landsliðinu. Meira »

Ólympíugullhafi lýsir kynferðisáreiti

18.10.2017 Bandaríska fimleikastjarnan og Ólympíugullhafinn, McKayla Maroyne, hefur tjáð sig á Twitter undir myllumerkinu #MeToo um að hún hafi verið áreitt kynferðislega árum saman af fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar. Meira »