Leitað að manni við Þingvallavatn

Leit með kafbáti ekki borið árangur

14:50 Leit að líki belgíska ferðamannsins sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn í vikunni hófst að nýju klukkan níu í morgun og stendur enn yfir. Í dag hefur leitin einungis farið fram með litlum kafbáti eða neðansjávardróna sem stjórnað er af tveimur mönnum í báti. Meira »

Leit með sónar skilaði ekki árangri

Í gær, 20:49 Leitin að belgíska ferðamanninum sem talin er hafa fallið ofan í Þingvallavatn hélt áfram í dag með köfurum, þyrlu og sónartækjum sem skönnuðu botninn þar sem það var hægt. Þetta segir Gunnar Ingi Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita. Meira »

Mynd og farsímagögn koma að notum

16.8. Leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi fallið útbyrðis úr kajak á laugardag verður haldið áfram í dag. Hefur leitarsvæðið verið þrengt og er nú horft sérstaklega til suðurhluta vatnsins. Meira »

Leit í Þingvallavatni lokið í bili

14.8. Leit í Þingvallavatni er lokið í dag en hún heldur áfram á morgun, að sögn Gunnars Inga Friðrikssonar, formanns svæðisstjórna björgunarsveita. Leitað er að belg­ísk­um ferðamanni á fimm­tugs­aldri sem lík­leg­ast féll í Þing­valla­vatn. Meira »

Greina frá nafni belgíska ferðamannsins

13.8. Ferðamaðurinn sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn á laugardag, var að sögn belgíska vefmiðilsins HLN 41 árs Belgi að nafni Bjorn Debecker. Leit hefur staðið yfir að honum með hléum frá því á laugardag. Meira »

Hafa náð í fjölskyldu mannsins

11.8. Lögregla hefur náð sambandi við fjölskyldu ferðamannsins, sem leitað er að eftir að bátur og bakpoki fundust í sunnanverðu Þingvallavatni í gær. Greint var frá því fyrr í dag að búið væri að bera kennsl á eiganda bakpokans, sem talinn er hafa róið bátnum, en hann er rúmlega fertugur Belgi. Meira »

Vilja kalla inn kafara til leitar

11.8. Leitin að ferðamanninum við Þingvallavatn hefur ekki skilað árangri. Verið er að kanna í samráði við sérsveit ríkislögreglustjóra möguleika á að kalla inn kafara til þess að leita við inntak Steingrímsstöðvar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

„Vonum bara að hann finnist á lífi“

11.8. Ferðamaðurinn sem leitað er að við Þingvallavatn gisti á tjaldsvæðinu í Vatnskoti og hefur lögreglan rætt við landverði sem höfðu samskipti við hann til þess að afla frekari upplýsinga, segir Einar Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, í samtali við mbl.is. Meira »

Erlendur ferðamaður var í bátnum

11.8. Maðurinn sem leitað er við Þingvallavatn er erlendur ferðamaður, rúmlega fertugur að aldri. Lögreglan var að vinna í því í gærkvöldi og í nótt að ná tengslum við aðstandendur hans og spyrja út í ferðir hans. Meira »

Leit að hefjast við Þingvallavatn

11.8. Leit er að hefjast á nýjan leik við Þingvallavatn eftir að mannlaus bátur fannst þar í gær. Að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi verður genginn hringurinn í kringum vatnið, auk þess sem siglt verður yfir vatnið í leit að manni sem er talinn hafa verið í bátnum. Meira »

Fundu bakpoka í vatninu

10.8. Sjötíu manns frá lögreglu á Suðurlandi og björgunarsveitum Árnessýslu leita nú að manni við sunnanvert Þingvallavatn, skammt frá bænum Villingavatni, eftir að mannlaus bátur fannst á vatninu. Báturinn er lítill og sennilega var aðeins einn um borð. Meira »

Leit hafin á Þingvallavatni

10.8. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu, sem reyndist við nánari könnun þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar vera mannlaus bátur. Meira »