Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli

Svíður að málið sé ekki klárað

18.12. „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Meira »

„Átti mínar erfiðu stundir“

14.12. Guðrún Ögmundsdóttir segir að það hafi reynt mikið á sig að starfa sem tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár en lokaskýrsla um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn var birt í dag. Meira »

Óttuðust viðbrögð samfélagsins

14.12. Meðan á verkefni dómsmálaráðuneytisins um greiðslu sanngirnisbóta stóð á árunum 2010 til 2018 fékk tengiliður þess, Guðrún Ögmundsdóttir, um 3.500 símtöl og ríflega 1.500 tölvupósta sem þurfti að svara. Meira »

„Urðu ekki aðeins fyrir andlegum skaða“

14.12. Engin könnun hefur farið fram á því hvernig sanngirnisbæturnar sem voru greiddar til þeirra sem dvöldu sem börn á stofnunum eða heimilum nýttust þeim sem þær fengu. Meira »

3 milljarðar til 1.200 einstaklinga

14.12. Greiddar hafa verið sanngirnisbætur til hátt í 1.200 einstaklinga og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu vegna lokaskýrslu um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn. Meira »

Langflestir fengið tvær milljónir

14.11.2017 Tvær milljónir króna hafa verið greiddar til langflestra þeirra sem hafa fengið sáttabeiðni samþykkta vegna slæmrar meðferðar á Kópavogshæli. Enginn hefur vísað sáttaboði sýslumanns til úrskurðarnefndar en frestur til þess er þrír mánuðir frá móttöku sáttaboðsins eða bréfi um synjun greiðslu. Meira »

Þroskahjálp skora á stjórnvöld

11.10.2017 Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi og stjórnvöld að tryggja að fullnægjandi fjármagn verði til ráðstöfunar til að framkvæma stefnu og áætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017 - 2021 sem félags- og jafnréttismálaráðherra samþykkti í þingsályktunartillögu Meira »

Fjórir af 79 fá ekki sanngirnisbætur

21.9.2017 Fjórir einstaklingar sem dvöldu á Kópavogshæli á árum áður fá ekki sanngirnisbætur vegna þeirrar slæmu meðferðar sem þeir sættu, þrátt fyrir að lögð hafi verið inn umsókn þess efnis. Tveir hafa jafnframt dregið til baka umsókn sína um bætur. Meira »

Fyrrverandi vistmenn fá 8 sálfræðiviðtöl

13.9.2017 Velferðarráðuneytið hefur samið við Landssamtökin Þroskahjálp um að hafa umsjón með því að fyrrverandi vistmönnum á Kópavogshæli og aðstandendum þeirra verði boðin sálfræðiþjónusta. Aðstoðin er veitt þeim að kostnaðarlausu og getur numið allt að 8 samtölum við sálfræðing. Meira »

Helmingur vistmanna fær hæstu bætur

9.9.2017 Um helmingur fyrrverandi vistmanna Kópavogshælis sem sótti um sanngirnisbætur vegna meðferðar sinnar fær greiddar fullar bætur, eða 7,8 milljónir króna, vísitölutryggt. Þetta segir Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila. Bæturnar hafa engin áhrif á aðrar bætur og eru skattfrjálsar. Meira »

Veita sálfræðiaðstoð vegna Kópavogshælis

12.5.2017 Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 3 milljónum króna til sálfræðiaðstoðar við fyrrverandi vistmenn Kópavogshælis og aðstandendur þeirra. Áætlar velferðarráðuneytið að um 50 einstaklingar myndu þiggja slíka þjónustu og að hver einstaklingur þurfi að jafnaði 4 viðtöl við sálfræðing. Meira »

89 hafa bótarétt

12.4.2017 Allir vistmenn sem dvöldu á Kópavogshæli á árunum 1952-1993 og enn eru á lífi eiga rétt á að fá greiddar sanngirnisbætur.   Meira »

Viðbótargögn styðja við fyrri niðurstöðu

15.3.2017 Vistheimilanefnd telur ekkert hafa komið fram í viðbótargögnum sem nefndinni bárust frá Landspítalanum um börn sem vistuð voru á Kópavogshæli sem breyti niðurstöðum sem kynntar voru í lok síðasta árs. Viðauki við fyrri skýrslu var birtur á vef innanríkisráðuneytisins í dag. Meira »

Draga þarf lærdóm af mistökunum

23.2.2017 Félagsstjórn Sjúkraliðafélags Íslands segir nauðsynlegt að draga lærdóm af þeim mistökum sem urðu vegna meðferðar á íbúum Kópavogshælis og að umræðan um það sem gerðist hafi verið þörf. Meira »

Allar sjúkraskrárnar fundust

16.2.2017 Sjúkraskrár allra 48 barnanna af Kópa­vogs­hæli, sem ekki höfðu skilað sér til vistheim­ila­nefnd­ar, eru komnar í leitirnar. Eins og kom fram í gær voru skýrslurnar ekki týndar, heldur reynd­ist tals­vert flókið að finna þær. Meira »

Illa menntað láglaunafólk

16.2.2017 Þroskaþjálfafélag Íslands segir ábyrgðina á málefnum fatlaðra vera hjá velferðarráðuneytinu og sveitarfélögunum. Þeim beri að sinna innra eftirliti með starfi stofnana. Mikið vanti upp á menntun þeirra sem starfa á heimilum fyrir fatlaða og launin skammarlega lág. Meira »

Brotið gróflega á fötluðum

16.2.2017 „Ég vil biðla til yfirvalda að skoða þessi mál, einmitt núna þegar stjórnmálamenn virðast viljugir að fara í þennan málaflokk og hlúa betur að málefnum fatlaðra þannig að lögin virki,“ segir Kolfinna S. Magnúsdóttir, móðir Öldu Karenar Tómasdóttur, sem fæddist með Downs-heilkenni. Meira »

Fundu sjúkraskrár vistmanna frá Kópavogshæli

15.2.2017 Sjúkraskrár á milli 10 og 20 barna af Kópavogshæli, sem ekki höfðu skilað sér til vistheimilanefndar, voru teknar til í skjalageymslu Landspítalans í dag. Meira »

Starfsfólk glímt við andlega erfiðleika

13.2.2017 Formaður Samtaka vistheimilabarna segir að fólk sem vann á Kópavogshæli hafi greint frá andlegum erfiðleikum sínum eftir að hafa starfað á stofnuninni. „Þetta er þannig mál að þetta rífur upp sárin hjá voðalega mörgum.“ Meira »

Bjarni bað Harald afsökunar

13.2.2017 Haraldur Ólafsson, fyrrverandi vistmaður á Kópavogshæli, segir að fundurinn með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra hafi verið góður. Bjarni bað Harald afsökunar á þeirri meðferð sem hann sætti þau 22 ár sem hann dvaldi á hælinu. Meira »

Bjarni hitti Bryndísi og Harald

13.2.2017 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra boðaði Bryndísi Snæbjörnsdóttur, formann Þroskahjálpar, og Harald Ólafsson, fyrrverandi vistmann á Kópavogshæli, á sinn fund í forsætisráðuneytinu klukkan 13. Meira »

„Bætur hneykslanlega lágar“

13.2.2017 Samtök vistheimilabarna segja augljóst að brotin voru mannréttindi á öllum þeim sem misþyrmt var á vistheimilum á vegum ríkisins og sveitarfélaga og segja að sanngirnisbætur séu hneykslanlega lágar. Meira »

Meinað um mat og vatni sprautað

11.2.2017 Ómannúðlegar refsingar voru enn við lýði á Kópavogshæli í upphafi 9. áratugarins og þá skorti á virðingu fyrir vistfólkinu. Þó að margt hafi breyst til hins betra, er margt ógert í málefnum fatlaðra. Þetta segja Þóroddur Þórarinsson og Magnús Helgi Björgvinsson, fyrrverandi starfsmenn á Kópavogshæli Meira »

Margt ógert í málefnum fatlaðra

11.2.2017 Þó að margt hafi áunnist í málefnum fatlaðs fólks síðan Kópavogshæli var starfrækt, er enn margt ógert. Þó að stórum stofnunum fyrir fatlað fólk hafi nú verið lokað er ekki þar með sagt að stofnanamenning hafi lagst af. Meira »

Bjarni: „Bið ykkur afsökunar“

10.2.2017 „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar bið ég ykkur afsökunar á þeirri ómannúðlegu meðferð og margháttuðu vanrækslu sem börn bjuggu við á Kópavogshælinu,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna skýrslu um Kópavogshælið. Meira »

„Þessi börn detta oft á milli kerfa“

10.2.2017 Forstjóri Barnaverndarstofu segir að þjónusta við börn með þroskaraskanir sé á engan hátt fullnægjandi. „Þetta er og hefur verið öllum kunnugt um sem að þessum málum hafa komið í langan tíma,“ segir Bragi Guðbrandsson og nefnir að nýlegar álitsgjafir og skýrslur sýni stöðuna svart á hvítu. Meira »

Vissi að enginn myndi hugga hann

10.2.2017 Haraldur Ólafsson var þriggja ára þegar hann var vistaður á Kópavogshæli sem átti eftir að vera heimili hans næstu 22 árin. Hann sagði engum frá því að sér liði illa enda vissi hann að það myndi enginn hlusta. „Að það myndi enginn hugga mig.“ Meira »

Skreið á gólfinu fram undir tvítugt

10.2.2017 „Ég bjó þarna og vissi ekki að lífið gæti verið öðruvísi.“   Meira »

Tanndráttur án deyfingar

9.2.2017 Sólrún Þorsteinsdóttir fjallaði um minningar sex fyrrverandi starfsmanna á Kópavogshæli í BA-ritgerð sinni í þjóðfræði árið 2010. Þar er greint frá ofbeldi og illri meðferð á heimilisfólki hælisins á árum áður. Meira »

Þetta var ekki boðlegt fyrir börn

9.2.2017 „Þetta stofnanaumhverfi var ekki boðlegt fyrir neinn, hvað þá börn. Þetta var ekki heimili,“ segir Hrefna Haraldsdóttir þroskaþjálfi, ein þeirra sem rætt er við í skýrslu vistheimilanefndar um vistun barna á Kópavogshæli. Hún starfaði þar í nokkur ár í lok 6. áratugarins og byrjun þess 7. Meira »