Wikileaks - Julian Assange

Assange makaði saur á veggina

17.4. Vanvirðing og móðganir í garð stjórnvalda í Ekvador eru meðal ástæðna þess að stjórnvöld þar í landi afturkölluðu pólitískt hæli Julian Assange. Í viðtali BBC við forseta Ekvador, Lenín Moreno, nefnir hann einnig gjörðir Assange í sendiráði Ekvador í London sem fylltu mælinn. Meira »

Icesave-skjöl að baki handtökuskipun

16.4. Ritaður vitnisburður lögreglumanns FBI er eitt þeirra skjala sem ákæruvaldið hefur lagt fram til stuðnings útgáfu handtökuskipunar á hendur Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Vitnisburðurinn nefnir meðal annars leka á skjölum um IceSave-málið sem rök fyrir að handtökuskipun verði gefin út. Meira »

Mótmæla handtöku Assange

15.4. Þrjár þýskar og spænskar þingkonur mótmæltu handtöku Ju­li­an Assange stofn­anda Wiki­leaks fyrir framan öryggisfangelsi sem hann situr í í London í dag. Þær hafa árangurslaust reynt að fá að hitta hann í fangelsinu. Þær krefjast þess að Bretar og Evrópusambandið beiti sér fyrir því að hann verði ekki framseldur til Bandaríkjanna. Meira »

Saka Assange um njósnir

15.4. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, notaði sendiráð Ekvador í London til njósna, segir forseti Ekvador í viðtali við breska blaðið Guardian. Meira »

Vill Assange til Ástralíu

14.4. Faðir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vill að ríkisstjórn Ástralíu hjálpi syni sínum með því að fá hann aftur til heimalandsins. Assange var handtekinn í London á fimmtudagsmorgun eftir að hafa dvalið sjö ár í sendiráði Ekvador í borginni. Meira »

Hættan á framsali virkilega fyrir hendi

13.4. Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks hefur ekki fengið að tala við Julian Assange síðan hann var handtekinn. Hann telur raunverulega hættu á framsali til Bandaríkjanna og segir vinnubrögðin í kringum þetta með ólíkindum, í ítarlegu viðtali við mbl.is. Meira »

Íhuga að halda rannsókn nauðgunarmáls áfram

12.4. Rannsókn á meintri nauðgun sem Julian Assange, stofnandi Wikileaks, er sakaður um í Svíþjóð, verður mögulega tekin upp að nýju, nú þegar hann hefur verið handtekinn í sendiráði Ekvador í London vegna óskyldra mála. Assange fékk hæli í sendiráðinu í sjö ár. Meira »

Svíi með tengsl við WikiLeaks handtekinn

12.4. Sænskur karlmaður með náin tengsl við Julian Assange, stofnanda uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, var handtekinn í Ekvador síðdegis í gær er hann var á leið úr landi. Assange sjálfur var handtekinn í sendiráði Ekvador í London um morguninn, en þar hafði hann notið pólitísks hælis frá 2012. Meira »

Úr sendiráðinu eftir 2.487 daga

11.4. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, á yfir höfði sér framsal til Bandaríkjanna og allt að fimm ára fangelsi eftir að ekvadorsk yfirvöld hleyptu bresku lögreglunni inn í sendiráð þeirra í London í morgun þar sem Assange var tekinn höndum. Meira »

Vilja taka upp nauðgunarákæru gegn Assange

11.4. Lögmaður konu sem sakaði Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, um nauðgun árið 2010 greindi frá því í dag að hún og skjólstæðingur hennar myndu fara fram á það við sænska saksóknara að rannsókn á málinu yrði hafin að nýju. Málið var látið niður falla fyrir tæpum tveimur árum. Meira »

Tilvera Assange eins og Truman Show

11.4. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, sagði við fjölmiðla í Westminster í Lundúnum í dag að frá því Lenín Moreno tók við forsetaembættinu í Ekvador árið 2017 hafi tilvera Julians Assange verið í líkingu við líf aðalsöguhetjunnar í kvikmyndinni Truman Show. Meira »

Julian Assange fundinn sekur

11.4. Julian Assange hefur verið fundinn sekur um að hafa ekki mætt fyrir dómara í Lundúnum á tilsettum tíma, 29. júní árið 2012. Þetta segir fréttamaður BBC sem er að tísta beint úr dómsalnum í Westminster. Allt að 12 mánaða fangelsivist liggur við brotinu, samkvæmt fréttaveitunni Press Association. Meira »

Anderson í áfalli vegna handtöku Assange

11.4. Standvörðurinn fyrrverandi Pamela Anderson er í áfalli yfir tíðindum dagsins. Anderson er góð vinkona Julian Assange og um tíma sögð eiga í ástarsambandi við hann. Meira »

Hvaða bók var Assange með?

11.4. Bók sem Julian Assange, stofnandi uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, heldur á er hann er borinn af breskum lögreglumönnum út úr sendiráði Ekvador í London hefur vakið töluverðar vangaveltur hjá notendum samfélagsmiðla. Meira »

Vilja hneppa Assange í fimm ára fangelsi

11.4. Dómsmálayfirvöld í Bandaríkjunum fara fram á það að Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri WikiLeaks, verði hnepptur í allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa framið samsæri um tölvuinnbrot ásamt uppljóstraranum Chelsea Manning árið 2010. Meira »

May þakkar fyrir handtöku Assange

11.4. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáði sig um handtöku Julian Assange stofnanda uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks, í breska þinginu í dag. „Ég er þess fullviss að þingið allt mun fagna þeim fréttum að Lundúnalögreglan er búin að handtaka Julian Assange,“ sagði May. Meira »

Handtakan ógni öryggi blaðamanna

11.4. „Þessi smánarlega aðgerð, sem er fullkomlega brot á alþjóðalögum og samningum um meðferð flóttamanna og hælisleitenda er skelfileg,“ segir Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks í samtali við mbl.is um handtöku Julians Assange í morgun. Meira »

Hindrar ekki framsal til Bandaríkjanna

11.4. Jen Robinson, einn af lögfræðingum Assange, staðfesti á Twitter fyrir skemmstu að handtaka Assange tengist framsalsbeiðni frá bandarískum yfirvöldum. Ekki sé um að ræða brot á lausn gegn tryggingu líkt og áður hafi verið haldið fram. Meira »

Búið að handtaka Assange

11.4. Búið er að handtaka Ju­li­an Assange, stofn­anda uppljóstrunarsíðunnar Wiki­Leaks. Þetta fullyrðir BBC, en WikiLeaks greindi frá því í síðustu viku að til stæði að vísa Assange úr sendi­ráði Ekvador í London inn­an skamms. Meira »

Verður Assange vísað úr sendiráðinu?

4.4. Uppljóstrunarsíðan WikiLeaks fullyrðir á Twitter-síðu sinni í kvöld að Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, verði vísað úr sendiráði Ekvador í London innan skamms. Meira »

Friðhelgi í skiptum fyrir vitnisburð

24.1. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa boðið einstaklingi sem er búsettur á Íslandi friðhelgi frá saksókn í skiptum fyrir að bera vitni gegn Julian Assange, stofnanda uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks. Meira »

Ræða við starfsmenn sendiráðsins

18.1. Bandarískir rannsakendur munu í dag hefja yfirheyrslur yfir fólki sem starfaði við sendiráð Ekvador í London þegar Julian Assange kom þangað árið 2012. Assange, stofnandi Wikileaks, hefur búið í sendiráðinu síðan þá af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Meira »

Reynt að koma Assange úr sendiráðinu

6.12. Lögmaður Julians Assange, stofnanda uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks, hefur hafnað samkomulagi sem forseti Ekvadors greindi frá í dag að hefði náðst við stjórnvöld í Bretlandi þess efnis að Assange gæti yfirgefið ekvadorska sendiráðið í London þar sem hann hefur haldið til undanfarin sex ár. Meira »

Kristinn heimsótti Assange

22.11. „Þeir eru að reyna að brjóta Julian. Þeir vilja ganga frá honum,“ segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, í samtali við Der Spiegel. Þar er greint frá því að Kristinn hafi heimsótt Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, í sendiráð Ekvadors í London í síðustu viku. Meira »

Undirbúa ákæru gegn Assange

16.11. Bandaríska dómsmálaráðuneytið undirbýr nú ákærur á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, samkvæmt bandarískum fjölmiðlum. Meira »

Máli Assange vísað frá

30.10. Dómstóll í Ekvador hefur vísað frá máli Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem hélt því fram að brotið hafi verið á „grundvallarréttindum“ hans og að aðgangur hans að umheiminum hafi verið takmarkaður á meðan hann hefur notið verndar sendiráðsins í London. Meira »

Assange höfðar mál gegn Ekvador

19.10. Stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador fyrir að brjóta gegn grundvallarréttindum hans og fyrir að takmarka aðgengi hans að umheiminum á meðan hann hefur notið verndar sendiráðs landsins í London. Meira »

Assange gert að þrífa baðherbergi sitt

16.10. Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, sem hefur dvalið í sendiráði Ekvador í London árum saman, hefur nú verið gert að sinna húsverkum. Meðal verka Assange er að þrífa baðherbergið sitt og sinna kettinum sínum betur. Meira »

Kristinn ritstjóri WikiLeaks

27.9. Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, hefur skipað blaðamanninn Kristin Hrafnsson sem ritstjóra WikiLeaks en Assange mun áfram starfa sem útgefandi. Meira »

Assange sagði Birgittu svikara

1.8. Julian Assange sagði við Wikileaks-samherja sína í lokuðu spjalli þeirra á milli að hann gæti aldrei treyst Birgittu Jónsdóttur og kallaði hana svikara. Birgitta Jónsdóttir kemur við sögu í spjallinu í október 2016, þá þingmaður Pírata, og hafði hún heimsótt hann í sendiráð Ekvador í Lundúnum. Meira »