Vogin: Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af peningum

Elsku Vogin mín,

þetta tímabil er svo sannarlega þinn tími því þín áramót eru núna og þín áramót tengjast að sjálfsögðu afmælinu þínu.

Áður en sá dagur kemur er ýmislegt sem þú þarft að fínstilla og þér getur fundist þreytandi eða þungt, en þegar afmælisdagurinn þinn er liðinn finnst þér eins og þungu fargi sé af þér létt. Þú sérð þú ert búin að klára svo miklu meira en þú hélst þú gætir. Í þessu öllu er svo mikilvæg staða þín, ert það þú sem stjórnar eða lætur þú stjórna þér? Í því samhengi vil ég segja að millivegurinn er mikilvægur, ef þú stjórnar láttu þá ekki aðra halda þú stjórnir.

Deildu út verkefnum eins og þú værir ríkistjórnin með allar sínar nefndir og þá sérðu að ekkert er þér fjötur um fót og þú getur látið eins og enginn sé morgundagurinn. Og hann er í raun og veru heldur aldrei til, svo ekki hafa nokkrar einustu áhyggjur af honum.

Láttu þér fátt um finnast þó aðrir séu reiðubúnir til að dæma þig til rétt eða ranglætis. Þér þarf að vera svolítið skítsama um annarra manna skoðanir, því þær eru ekki þú.

Þú ert að sjá og finna leið til þess að hafa allt á réttum grunni. Þú munt með mikilli vinnu hagræða hlutum þér í vil og þegar það er orðið svo og þú finnur allt er að ganga er það öllum í kringum þig í vil líka. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af fjármálum, því það mun eins og alltaf áður blessast.

Í ástinni þarftu að hafa skilning og skoða með hjarta þínu fjóra hluti sem þín ástargyðja eða goð hefur yfir að búa og einblína á það. Ekki reyna að breyta persónunni í ástinni þinni, því þú yndir ekki vilja breyta sjálfri þér, svo allt mun falla í þær skorður sem eru réttar fyrir þig.

Nýtt tungl í þínu fallega stjörnumerki verður þann 16 október og þá er krafturinn og hugurinn bestur til að nýta þér það og setja fram af fullum huga hvað þér finnst þú eiga skilið. Lokasetningin til þín er lesin af spili og hún er: Líf þitt er að fara á flug, þú hefur bæði kjark og dug!

Knús & kossar,

Sigga Kling

Frægar Vogir:

Ragga Gísla, tónlistarmaður, 7. október

Margareth Thatcher, 13. október

Friðrik Dór, tónlistarmaður, 7. október

Jói Pé, tónlistarmaður, 2. október

Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október

mbl.is