Vorum á hælunum

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var ómyrkur í máli eftir …
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, var ómyrkur í máli eftir leik kvöldsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er fyrst og fremst svekktur eins og gengur og gerist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Ríkissjónvarpið eftir 4:2-tap íslenska liðsins gegn Albaníu í undankeppni EM 2020 á Elbasan Arena í Elbasan í Albaníu í kvöld.

Slæm­ur skelll­ur í Alban­íu

„Þetta var bara lélegt og þeir voru betri en við í öllum þáttum leiksins í dag. Við vorum ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Við vorum í raun ekki líkir okkur sjálfum í seinni hálfleik heldur og mér fannst við bara vera á hælunum. Við töluðum um það fyrir leik að mæta þeim af krafti, það gerðum við ekki, og það segir sig sjálft að þegar þú færð á þig fjögur mörk á útivelli ertu ekki að fara vinna þann leik.“

Íslenska liðið er í þriðja sæti H-riðils með 12 stig eftir leiki kvöldsins, þremur stigum minna en bæði Tyrkland og Frakkland sem eru í efstu sætum riðilsins.

„Þetta er ennþá í okkar höndum, svo einfalt er það. Bæði Frakkland og Tyrkland unnu sína leiki í kvöld og núna þurfum við að dusta af okkur rykið og einbeita okkur að næstu tveimur leikjum,“ sagði Aron Einar í samtali við RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina