FH-ingar halda sér í formi með heimaæfingum

Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir heldur sér í formi á meðan …
Landsliðskonan Sigríður Lára Garðarsdóttir heldur sér í formi á meðan samkomubann er í gildi. Ljósmynd/Hari

Leikmenn meistaraflokks kvenna hjá FH hafa þurft að æfa heima eftir að samkomubann var sett á. Óvíst er hvenær keppni hefst í Pepsi Max deildinni vegna kórónuveirunnar en leikmenn FH liðsins hafa haldið sér í formi með heimaæfingum.

Hjörtur Hinriksson, styrktarþjálfari meistaraflokks kvenna, hefur séð um að búa til æfingaprógrömm fyrir leikmenn sem þær vinna heima hjá sér. „Síðasta sumar fengum við GPS poda til að ,„tracka“ leikmenn á öllum æfingum og það er engin undantekning á því þrátt fyrir að þær æfi heima.“

„Það er mikilvægt að leikmenn haldi sér í formi þrátt fyrir að staðan sé þessi. Við þökkum þeim aðilum sem hjálpuðu til við að græja podana síðasta sumar. Podarnir hafa reynst okkur vel og munu gera það áfram,“ bætti aðstoðarþjálfarinn við.

Ljósmynd/Hari
Ljósmynd/Hari
Ljósmynd/Hari
Ljósmynd/Hari
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert