10. sæti karla: HK

Hörður Árnason er reyndasti leikmaður HK og það var liðinu …
Hörður Árnason er reyndasti leikmaður HK og það var liðinu mikilvægt þegar hann hætti við að leggja skóna á hilluna. mbl.is/Þórir Tryggvason

HK er spáð tíunda sætinu í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu árið 2020 í spá Árvakurs sem birt var í Morgunblaðinu í gær.

HK hafnaði í níunda sæti á síðasta tímabili og jafnaði þar með sinn besta árangur frá upphafi en Kópavogsliðið endaði einnig í níunda sæti árið 2007. Þetta verður aðeins fjórða tímabil félagsins frá upphafi í efstu deild. Þjálfari liðsins er Brynjar Björn Gunnarsson en hann tók við því í árslok 2017 og þetta er hans þriðja tímabil.

Í Morgunblaðinu í dag, 10. júní, er fjallað um lið HK og möguleika þess á komandi keppnistímabili.

HK fær FH í heimsókn í fyrstu umferð Íslandsmótsins á sunnudaginn kemur, 14. júní. HK-ingar heimsækja KR í Vesturbæinn 20. júní og taka á móti Valsmönnum 28. júní og byrja því tímabilið á að mæta þremur af sterkustu liðum deildarinnar.

Lið HK 2020 - númer, nafn, fæðingarár, leikir/mörk í efstu deild:

MARKVERÐIR:
  1 Sigurður Hrannar Björnsson - 1993 - 1/0
12 Hjörvar Daði Arnarsson - 2000 - 0/0
25 Arnar Freyr Ólafsson - 1993 - 24/0

VARNARMENN:
  4 Leifur Andri Leifsson - 1989 - 22/0
  5 Guðmundur Þór Júlíusson - 1993 - 5/0
  6 Birkir Valur Jónsson - 1998 - 21/2
14 Hörður Árnason - 1989 - 169/1
15 Þorsteinn Örn Bernharðsson - 1999 - 1/0
20 Alexander Freyr Sindrason - 1993 - 6/0
28 Patrik Hermannsson - 2002 - 0/0

MIÐJUMENN:
  2 Ásgeir Börkur Ásgeirsson - 1987 - 158/2
  3 Ívar Orri Gissurarson - 2003 - 0/0
  8 Arnþór Ari Atlason - 1993 - 120/17
11 Ólafur Örn Eyjólfsson - 1994 - 5/0
18 Atli Arnarson - 1993 - 69/6
22 Jón Kristinn Ingason - 2001 - 0/0
24 Andri Már Harðarson - 2002 - 0/0
23 Hafsteinn Briem - 1991 - 82/10

SÓKNARMENN:
  7 Birnir Snær Ingason - 1996 - 82/14
  9 Bjarni Gunnarsson - 1993 - 64/5
10 Ásgeir Marteinsson - 1994 - 67/10
17 Jón Arnar Barðdal - 1995 - 9/1
19 Ari Sigurpálsson - 2003 - 2/0
24 Emil Skorri Brynjólfsson - 2001 - 0/0
29 Valgeir Valgeirsson - 2002 - 20/3

Komnir:
12.6. Þorsteinn Örn Bernharðsson frá KR (lék með Haukum 2019)
10.6. Jón Arnar Barðdal
 frá KFG
22.2. Alexander Freyr Sindrason frá Haukum (var í láni frá Haukum)
Ari Sigurpálsson frá Bologna (Ítalíu) (lán)

Farnir:
  3.6. Kári Pétursson í KFG
22.2. Andri Þór Grétarsson í Kórdrengi (var í láni hjá Aftureldingu)
22.2. Andri Jónasson í Þrótt V.
22.2. Brynjar Jónasson í Þrótt V.
22.2. Daníel Ingi Egilsson í Álftanes
22.2. Emil Atlason í Stjörnuna
22.2. Máni Austmann Hilmarsson í Leikni R.
17.10. Ari Sigurpálsson í Bologna (Ítalíu) (lán)
16.10. Aron Kári Aðalsteinsson í Breiðablik (úr láni)
16.10. Björn Berg Bryde í Stjörnuna (úr láni)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert