Hlutverkin hafa snúist við

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í …
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á landsliðsæfingu í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óhætt er að segja algjör hlutverkaskipti hafi orðið hjá karlalandsliðum Íslands og Armeníu í fótbolta eftir að yfirstandandi undankeppni heimsmeistaramótsins í Katar fór af stað.

Íslenska liðið hefur farið með himinskautum á undanförnum árum, tvisvar komist á stórmót og tvisvar verið naumlega slegið út í umspili.

Armenar hafa hinsvegar skrapað botninn í undankeppnum stórmótanna um árabil og unnu m.a. engan leik í undankeppni EM 2016 og tvo leiki af tíu í undankeppni HM 2018. Þeir hafa oftast vermt annað tveggja neðstu sætanna í sínum riðli.

Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason og David Jurchenko markvörður Armena …
Sverrir Ingi Ingason, Birkir Bjarnason og David Jurchenko markvörður Armena í fyrri leik liðanna. AFP

En nú er öldin önnur í Jerevan og Reykjavík. Armenar gerðu heldur betur vart við sig með því að sigra Ísland 2:0 í annarri umferð undanriðilsins í Jerevan í marsmánuði. Þeir lögðu líka Rúmena að velli þremur dögum síðar og eru komnir með 11 stig í öðru sæti riðilsins, stigi á undan Rúmenum.

Hjá Armenum er því virkilega raunhæft markmið að ná öðru sæti riðilsins og komast í umspilið fyrir HM. Þeir komu reyndar aðeins niður á jörðina í september þegar þeir töpuðu 6:0 fyrir Þjóðverjum og misstu efsta sæti riðilsins í hendur þeirra, og urðu svo að sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein á heimavelli, 1:1.

Greinina í heild sinni er að finna í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert