„Þetta var upplifun“

Íslenska landsliðið á EM.
Íslenska landsliðið á EM. Ljósmynd/Gordan Lausic

Ágúst Elí Björgvinsson kom inn á mark Íslands eftir fjörutíu mínútna leik í tapleiknum gegn Króatíu 29:22 á EM í Split í kvöld og voru það hans fyrstu mínútur á stórmóti. 

„Auðvitað er leiðinlegt að tapa en það var gaman að koma inn á í troðfullri höll fyrir framan háværa Króata. Þetta var upplifun. Auðvitað hefði verið ógeðslega gaman að vinna þá. Þegar ég kom inn á var mikið undir og ég var ekki alveg að tengja við vörnina. Við vorum undir nánast eiginlega allan síðari hálfleikinn og það var of stór biti fyrir okkur að kyngja,“ sagði Ágúst þegar mbl.is tók hann tali í Spaladium-höllinni í kvöld en allir miðar nema fjórir seldust og voru því tæplega 12 þúsund manns á leiknum. 

„Höllin er rosalega flott og er alger gryfja. Mér finnst gaman að spila hérna og króatísku áhorfendurnir eru flottir. Þetta fer í reynslubankann,“ sagði Ágúst enn fremur. 

Ágúst Elí Björgvinsson.
Ágúst Elí Björgvinsson. Ljósmynd/HSÍ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert