Eva læknir komin aftur á kreik

Eva Carneiro og José Mourinho.
Eva Carneiro og José Mourinho. AFP

Um fátt var meira rætt úr herbúðum Chelsea vikurnar áður en Jose Mourinho var látinn taka pokann sinn seint á síðasta ári en um liðslækninn Evu Carneiro, og samskipti þeirra tveggja.

Frægt er orðið í fyrstu umferð deildarinnar í ágúst þegar Mourinho hellti sér yfir Carneiro. Eft­ir að Thi­baut Courtois markvörður Chel­sea fékk rauða spjaldið gegn Swansea og leik­menn liðsins voru tíu gegn ell­efu, hljóp Eva inná til að huga að meiðslum hjá Eden Haz­ard. Sam­kvæmt regl­um þýðir það að viðkom­andi leikmaður verður að fara af velli og fá leyfi dóm­ara til að koma aft­ur inná. Chel­sea var því með níu leik­menn gegn ell­efu ör­stutta stund og Mourinho var brjálaður.

Enska knatt­spyrnu­sam­band­inu barst kvört­un þess efn­is að Mour­in­ho hefði látið falla niðrandi, kyn­bund­in orð í garð Car­neiro eft­ir að hún hljóp inn á völl­inn. Hefði hann getað fengið allt upp í fimm leikja bann, en hann slapp við refsingu. Carneiro sagði að lokum skilið við Chelsea

Carneiro er fædd á Gíbraltar, sem er skiki undir enskri stjórn við suðurenda Spánar, og eftir að fjölmiðlaöldunum hefur lægt er hún nú snúin heim á ný og tekið að sér tímabundið starf hjá heilsugæslustöð sem sérhæfir sig í íþróttameiðslum. Hún er hins vegar enn í samskiptum við Chelsea og er með málsókn í gangi gegn félaginu fyrir framkomuna í sinn garð.

Frétt mbl.is: Eva lækn­ir fékk ekki að segja sögu sína

Frétt mbl.is: Mour­in­ho fyr­ir at­vinnu­dóm­stól

Frétt mbl.is: Mourn­ho slepp­ur við refs­ingu

Frétt mbl.is: Eva lækn­ir búin að fá nóg hjá Chel­sea

mbl.is