Hann á eftir að skemmta sér konunglega

„Það hjálpar alltaf að vinna leiki og við það eykst sjálfstraustið,“ sagði Christian Eriksen, miðjumaður Manchester United í samtali við Síminn Sport eftir 3:1- liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester í dag.

„Við unnum þrjá leiki í röð og við unnum þá alla 1:0 sem sýnir það svart á hvítu að við þurftum að hafa virkilega fyrir sigrunum,“ sagði Eriksen.

Þá var Eriksen spurður út í nýjasta samherja sinn hjá United, Antony, sem skoraði í sínum fyrsta lei fyrir félagið í dag.

„Ég er búinn ná einni æfingu með honum og hann lítur vel út. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd og það var frábært fyrir hann að skora í fyrsta leiknum. Hann á eftir að skemmta sér konunglega hjá Manchester United,“ sagði Eriksen meðal annars.

mbl.is