Krafan um gullverðlaun

Ásta Þyri Emilsdóttir segir að áhætta sem tekin var í …
Ásta Þyri Emilsdóttir segir að áhætta sem tekin var í undankeppninni hafi fyllilega verið þess virði. Ljósmynd/Steinunn Anna Svansdóttir

„Allt frá því í janúar höfum við horft til þessa laugardags. Ef okkur tekst að stilla saman strengina þá held ég að ekkert stöðvi okkur,“ sagði Ásta Þyri Emilsdóttir, einn þjálfara kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í samtali við Morgunblaðið.

Í dag rennur upp stóri dagurinn á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum þegar íslenska kvennalandsliðið gerir atlögu að því að endurheimta Evrópumeistaratitilinn sem tapaðist fyrir tveimur árum eftir sigurgönguna á EM 2010 og 2012.

Eftir vel heppnaða undankeppni á fimmtudaginn, þar sem íslenska liðið varð efst, ríkir mikil eftirvænting meðal fjölmargra Íslendinga sem nú eru staddir í Maribor þegar EM fer fram og lýkur í dag með úrslitum í þremur greinum, þar af eiga Íslendingar tvö lið, fyrrnefnt kvennalið annarsvegar og blandað lið karla og kvenna hinsvegar.

Úrslitin hefjast kl. 10.30 að íslenskum tíma hjá blandaða liðinu en kl. 13 hjá kvennaliðinu.

Sjá umfjöllun um keppnina í Maribor í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert