Aníta er á réttri leið

Aníta Hinriksdóttir ásamt þjálfaranum Honoré Hoedt.
Aníta Hinriksdóttir ásamt þjálfaranum Honoré Hoedt. mbl.is/Árni Sæberg

Hollendingurinn Honoré Hoedt, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, var hér á landi á dögunum og fylgdist með keppni á Reykjavíkurleikunum. Hann er bjartsýnn fyrir hönd Anítu varðandi keppnistímabilið sem er nýhafið.

„Já auðvitað. Aníta hefur tekið framförum í öllum þáttum þjálfunarinnar. Hún lenti í vandræðum vegna meiðsla í kálfa í október og nóvember. Af þeim sökum missti hún úr sex vikur. Þar af leiðandi er hún lengur að komast í sitt besta keppnisform á þessu ári. Við höfum fimm eða sex vikur til þess áður en kemur að heimsmeistaramótinu innanhúss. Hún er smám saman að komast í keppnisform. Hún hljóp á 2:03 í Hollandi um daginn og núna á 2:02 á RIG. Við eigum auk þess eftir að fara til Portúgal þar sem hún mun æfa í tvær vikur í sólinni. Þar verður hægt að framkvæma æfingar sem ekki hefur verið hægt að gera að undanförnu.“

Segja má að tveir hápunktar séu á árinu hjá Anítu. Á innanhússtímabilinu er það HM í mars sem fram fer í Birmingham. Hins vegar er það EM sem haldið verður í Berlín í ágúst. Ofan á þetta gæti þó bæst að með góðri frammistöðu er sá möguleiki fyrir hendi að Aníta fái boð á Demantamótin svokölluðu.

„Innanhússtímabilið er fremur stutt en að því loknu hefur hún langan tíma til að einbeita sér að Evrópumótinu í Berlín í sumar. Nú er ennþá um hálft ár í þann viðburð,“ sagði Hoedt. Fram kom hjá Anítu í Morgunblaðinu í síðustu viku að hún væri farin að íhuga þann möguleika að einbeita sér að 1.500 metra hlaupi í framtíðinni. Sá möguleiki væri í það minnsta til skoðunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert