Vonast eftir byr undir báða vængi

Anton Rúnarsson er mikilvægur hlekkur í sterku liði Vals sem …
Anton Rúnarsson er mikilvægur hlekkur í sterku liði Vals sem ætlar sér mikið á keppnistímabilinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur þykir vera með óárennilegasta lið deildarinnar við upphaf keppnistímabilsins og þar af leiðandi líklegt meistaraefni. Árangurinn þótti ekki viðunandi í fyrra eftir að talsvert hafði verið lagt undir í framhaldi af Íslands- og bikarmeistaratitli árið 2017.

Forráðamenn Vals kræktu í þrjá að bestu bitunum á leikmannamarkaðnum strax í vor þegar þeir sömdu við Agnar Smára Jónsson og Róbert Aron Hostert úr Íslandsmeistaraliði ÍBV og markvörðinn Daníel Frey Andrésson.

Daníel, sem er FH-ingur að upplagi, hefur undanfarin ár leikið í Danmörku og Svíþjóð. Hann á að styrkja veikan hlekk Valsliðsins á síðustu leiktíð sem var markvarslan. Þess vegna verður talsverð pressa á Daníel Frey að standa sig í stykkinu. Þess utan verður að gera kröfu til hins efnilega Einars Baldvins Baldvinssonar að hann stígi framfaraskref eftir að hafa valdið vonbrigðum í þau skipti sem hann fékk tækifæri milli stanganna hjá Hlíðarendaliðinu í fyrra.

Greinin í heild er í Morgunblaðinu í dag og þar er fjallað um liðin sem talið er að endi í fjórum efstu sætum Olísdeildar karla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert