Chelsea vann Evrópumeistarana

Leikmenn Chelsea fagna sigurmarki Guro Reiten.
Leikmenn Chelsea fagna sigurmarki Guro Reiten. AFP/Oliver Chassignole

Guro Reiten reyndist hetja Chelsea þegar liðið heimsótti Evrópumeistara Lyon í fyrri leik liðanna 8-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í Frakklandi í kvöld.

Leiknum lauk með sigri Chelsea, 1:0, en Reiten skoraði sigurmark leiksins á 28. mínútu.

Lyon vann Barcelona 3:1 í úrslitaleik keppninnar á síðustu leiktíð í Tórínó en ekkert félag hefur unnið keppnina oftar en franska liðið, eða átta sinnum alls.

Chelsea og Lyon mætast á nýjan leik fimmtudaginn 30. mars í Lundúnum.

mbl.is