„Maður er í þessu fyrir akkúrat þessi augnablik“

Ýmir Örn Gíslason og Guðmundur Þórður Guðmundsson HM í Sviþjóð …
Ýmir Örn Gíslason og Guðmundur Þórður Guðmundsson HM í Sviþjóð í janúar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það skiptir mig miklu máli að vera spila handbolta reglulega og þannig get ég haldið áfram að bæta mig sem leikmaður og það er landsliðinu til góðs líka,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, landsliðsmaður Íslands í handknattleik og leikmaður Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi, í samtali við mbl.is.

Ýmir Örn, sem er 26 ára gamall, mun ganga til liðs við Göppingen næsta sumar þegar samningur hans við Rhein-Neckar Löwen rennur út en hann er lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Spenntur fyrir Evrópumótinu

„Ég er mjög spenntur fyrir Evrópumótinu í Þýskalandi og væntingarnar eru miklar eins og alltaf en þannig viljum við líka hafa það. Seinasta verkefni með Snorra Steini gekk vinum framar og stemningin í hópnum er virkilega góið.

Ef allir haldast heilir þá er ég mjög bjartsýnn og það er frábært teymi í kringum okkur líka og ég er vongóður fyrir þessu. Ég get ekki beðið að stíga inn á völlinn með allt  upp í 5.000 bláar treyjur í stúkunni, öskrandi og trallandi. Maður er í þessu fyrir akkúrat þessi augnablik,“ bætti landsliðsmaðurinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert