HM í dag: Lið Túnis

Wahbi Khazri hefur skorað 24 mörk í 71 landsleik fyrir …
Wahbi Khazri hefur skorað 24 mörk í 71 landsleik fyrir Túnis. AFP/Anne-Christine Pouljoulat

Túnisar eru mættir til leiks á heimsmeistaramót karla í fótbolta í sjötta sinn.

Túnis gerði markalaust jafntefli við Danmörku í fyrstu umferðinni og töpuðu 0:1 fyrir Ástralíu í annarri umferð.

Túnis er í 30. sæti á heimslista FIFA, í þriðja sæti Afríkuþjóða á eftir Senegal og Marokkó. Túnisum hefur aldrei tekist að komast áfram úr riðlakeppni HM en voru þó aðeins stigi frá átta liða úrslitum í frumraun sinni árið 1978. Frá þeim tíma hafa þeir unnið einn leik af tólf í lokakeppnum HM 1998, 2002, 2006 og 2018.

Sóknartengiliðurinn Wahbi Khazri er líklegur til að láta að sér kveða á HM. Hann er einn af reyndustu leikmönnum Túnisa og á að baki langan feril í efstu deild Frakklands. Á Englandi vakti hann athygli sem leikmaður Sunderland í úrvalsdeildinni tímabilið 2016-2017.

Jalel Kadri þjálfari Túnis fylgist með sínum mönnum á æfingu …
Jalel Kadri þjálfari Túnis fylgist með sínum mönnum á æfingu í Doha. AFP/Miguel Medina

Túnis sigraði Íran 2:0 í vináttulandsleik í Katar síðasta miðvikudag. Í september töpuðu Túnisar 5:1 fyrir Brasilíu í vináttuleik í París en unnu lið Kómoros-eyja, 1:0.

Jalel Kadri, fimmtugur heimamaður, þjálfar lið Túnis. Hann á 20 ára þjálfaraferil að baki og hefur þjálfað í flestum ríkjum Norður-Afríku og Miðausturlanda. Kadri tók við liði Túnis í janúar á þessu ári og kom liðinu á HM. Hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins í tæpt ár.

LIÐ TÚNIS:

Markverðir:
1 Aymen Mathlouthi, 38 ára, Étoile du Sahel, 73 leikir
16 Aymen Dahmen, 25 ára, Sfaxien, 5 leikir
22 Bechir Ben Said, 29 ára, Monastir, 10 leikir
26 Mouez Hassen, 27 ára, Club Africain, 20 leikir

Varnarmenn:
2 Bilel Ifa, 32 ára, Kuwait SC (Kúveit), 37 leikir
3 Montassar Talbi, 24 ára, Lorient (Frakklandi), 23 leikir, 1 mark
4 Yassine Meriah, 29 ára, Espérance de Tunis, 61 leikur, 3 mörk
5 Nader Ghandri, 27 ára, Club Africain, 8 leikir
6 Dylan Bronn, 27 ára, Salernitana (Ítalíu), 36 leikir, 2 mörk
12 Ali Maaloul, 32 ára, Al Ahly (Egyptalandi), 83 leikir, 2 mörk
20 Mohamed Dräger, 26 ára, Luzern (Sviss), 34 leikir, 3 mörk
21 Wajdi Kechrida, 27 ára, Atromitos (Grikklandi), 19 leikir
24 Ali Abdi, 28 ára, Caen (Frakklandi), 10 leikir, 2 mörk

Miðjumenn:
8 Hannibal Mejbri, 19 ára, Birmingham (Englandi), 19 leikir
13 Ferjani Sassi, 30 ára, Al-Duhail (Katar), 78 leikir, 6 mörk
14 Aissa Laidouni, 25 ára, Ferencváros (Ungverjalandi), 25 leikir, 1 mark
15 Mohamed Romdhane, 23 ára, Espérance de Tunis, 23 leikir, 1 mark
17 Ellyes Skhiri, 27 ára, Köln (Þýskalandi), 49 leikir, 3 mörk
18 Ghailene Chaalali, 28 ára, Espérance de Tunis, 31 leikur, 1 mark
25 Anis Ben Slimane, 21 árs, Bröndby (Danmörku), 25 leikir, 4 mörk

Sóknarmenn:
7 Youssef Msakni, 32 ára, Al-Arabi (Katar), 88 leikir, 17 mörk
9 Issam Jebali, 30 ára, OB (Danmörku), 10 leikir, 2 mörk
10 Wahbi Khazri, 31 árs, Montpellier (Frakklandi), 72 leikir, 24 mörk
11 Taha Yassine Khenissi, 30 ára, Kuwait SC (Kúveit), 48 leikir, 9 mörk
19 Seifeddine Jaziri, 29 ára, Zamalek (Egyptalandi), 29 leikir, 10 mörk
23 Naim Sliti, 30 ára, Al-Ettifaq (Sádi-Arabíu), 69 leikir, 14 mörk

mbl.is