Enn einn stórleikurinn hjá Lillard

Damian Lillard skoraði 43 stig í nótt.
Damian Lillard skoraði 43 stig í nótt. AFP

Damian Lillard átti enn einn stórleikinn í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar hann skoraði 43 stig í sigri Portland Trail Blazers á New Orleans Pelicans 126:124. 

Lillard er með rétt um 30 stig að meðaltali í leik á tímabilinu og hallast nú margir fjölmiðlamenn vestan hafs að því að hann verði valinn besti leikmaður tímabilsins ef fram heldur sem horfir. Ungi maðurinn Zion Williamson tekur æ meira til sín hjá New Orleans og skoraði 36 stig í nótt.

Washington Wizards vann óvæntan sigur á Denver Nuggets 130:128 í höfuðborginni og skoraði Bradley Beal 25 stig fyrir Washington. Nikola Jokic skoraði 33 stig fyrir Denver og hefur Serbinn leikið afar vel í vetur. 

Úrslit: 

Orlando - New York 107:89

Boston - Atlanta 122:114

Philadelphia - Houston 118:113

Washington - Denver 130:128

Minnesota - Indiana 128:134

Chicago - Detroit 105:102

New Orleans - Portland 124:126

Memphis - Oklahoma 122:113

Golden State - Miami 120:112

LA Clippers - Utah 96:114

mbl.is