Ballarin stödd á Íslandi

Michelle Ballarin, eigandi WOW air.
Michelle Ballarin, eigandi WOW air. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áherslur nýs WOW air verða í fyrstu á fraktflutninga milli Keflavíkur og Washington en unnið er að því að koma flugfélaginu í loftið innan nokkurra vikna. Michelle Ballarin, stofnandi flugfélagsins, er stödd hér á landi.

Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV.

Þar segir enn fremur að ekki fáist uppgefið hverja hitti á meðan hún dvelur hér á landi.

Haft er eftir almannatenglinum Gunnari Steini Pálssyni, sem starfar fyrir Ballarin, að undirbúningur nýs flugfélags hafi af ýmsum ástæðum reynst tímafrekari en áætlað var.

Nú sé gert ráð fyrir því að byrja með tvær flugvélar og einblína á fraktflutninga en Ballarin hefur reynslu af þeim.

Gunnar sagði í byrjun október að WOW færi í loftið „í anda þeirra fyrirheita sem voru gefin.“ Upphaflega stóð til að WOW hæfi áætlunarflug milli Keflavíkur og Washington í þessum mánuði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK