RARIK hagnaðist um 2,1 milljarð

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Brynjar Gauti

Tekjur RARIK námu rúmum 16,7 milljörðum króna árið 2021 og hækka um 3% frá árinu áður.

Hagnaður félagsins nam rúmum 2,1 milljarði árið 2021 miðað við hagnað upp á tæpan 1,8 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársuppgjöri RARIK.

Rekstrahagnaður fyrir fjármangsliði og afskriftir (EBITDA) nam rúmum 5,6 milljörðum samanborið við tæpa 5,3 milljarð árið 2020.

Möller fyrir Möller

Eigið fé nam tæpum 54 milljörðum í lok árs og heildareignir félagsins í lok árs voru um 83,5 milljarðar.

Á aðalfundi RARIK í dag var fráfarandi stjórn samstæðunnar endurkjörin með þeirri einu breytingu að í stað Kristjáns Möller kemur í stað Thomas Möller í stjórnina.

Á fundinum var samþykkt að greiða 310 milljónir króna í arð til Ríkissjóðs sem er eigandi RARIK.

Magnús Þór Ásmundsson, rafmagnsverkfræðingur og fyrrum forstjóri Alcoa Fjarðaáls, tekur við af Tryggva Þór Haraldssyni sem forstjóri RARIK 1. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka