Samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis

„Samdráttur er klárlega byrjaður í byggingu íbúðarhúsnæðis og ég veit …
„Samdráttur er klárlega byrjaður í byggingu íbúðarhúsnæðis og ég veit til þess að bæði arkitektar, minni verkfræðistofur og verktakar hafa fundið mikið fyrir honum,“ segir Sæmundur. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Verkefnastaða verkfræðistofa er misjöfn eftir því við hvað þær eru að fást en Sæmundur Sæmundsson framkvæmdastjóri Eflu kannast við það að samdráttur blasi nú við minni aðilum á markaðnum.

Í umfjöllun Morgunblaðsins hefur komið fram að mikill viðsnúningur hafi átt sér stað á tólf mánuðum í hönnun á nýju húsnæði.

„Við erum farin að sjá merki þess að það sé aðeins að byrja að hægjast á,“ segir Sæmundur.

Efla kemur ekki mikið að byggingu íbúðarhúsnæðis en samdrátturinn er ljós þó svo hann sé ekki mjög mikill enn sem komið er. „Svo verðum við að sjá hvað gerist í framhaldinu.“

Stýrivextirnir farnir að bíta

Á sama tíma er kallað eftir stórauknum framkvæmdum í byggingu nýrra íbúða enda verulegur skortur á húsnæði á Íslandi.

„Samdráttur er klárlega byrjaður í byggingu íbúðarhúsnæðis og ég veit til þess að bæði arkitektar, minni verkfræðistofur og verktakar hafa fundið mikið fyrir honum.“

Ástæðan blasir við, að mati framkvæmdastjóra Eflu. „Stýrivextirnir eru greinilega farnir að bíta. Það er alltaf slæmt þegar það eru miklar sveiflur. Þetta er ýmist í ökkla eða eyra. Það er aldrei gott.“

Meira í Morgunblaðinu í dag, mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK