„Vitum ekki hvenær eða hvernig við komumst heim“

Það getur verið gott að gægjast út um gluggan þegar …
Það getur verið gott að gægjast út um gluggan þegar menn eru fastir um borð í lengri tíma. En þeir félagar f.v. Þórir, Einar og Flosi hafa ekki farið frá borði síðan 26. janúar og verða líklega um borð út apríl hið minnsta. Ljósmynd/Þórir Hálfdánarson

Þeir Flosi Arnórsson, Einar Þ. Pálsson og Þórir Hálfdánarson hafa verið um borð í fiskveiðiskipinu Victoríu undan ströndum Ómans frá 26. janúar og er með öllu óvíst hvenær þeir fá að stíga í land vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta segir Flosi, skipstjóri Victoríu, í samtali við 200 mílur og bætir við að upphaflega hefðu átt að eiga sér stað áhafnaskipti 24. mars, en nú frestast skiptin líklega fram í maí ef ekki lengur.

Victoría er í eigu Úthafsskipa í Hafnarfirði og er fyrirtæki í Óman með skipið í leigu. 65 eru í áhöfn og eru Íslendingarnir þrír meðal þeirra. Þá sinnir Þórir starfi vélstjóra og Einar gegnir stöðu vinnslustjóra.

„Það fer alveg ljómandi vel um okkur. Okkur finnst á tíðum að við séum með þeim heppnustu, við erum bara á ótrufluðum veiðum og það er mokveiði hjá okkur,“ segir Flosi. Hann segir að landað sé á hálfs mánaðar fresti en enginn fái að fara frá borði eða koma um borð þegar skipið er í höfn.

Hafnsögumenn í geimbúningi

„Það er mjög fagmannlega staðið að öllu. Það kemur hafnsögumaður um borð í geimbúningi og þegar hann fer frá borði er landgangurinn hífður og það kemur enginn um borð og enginn fer frá borði á meðan löndun stendur yfir,“ útskýrir skipstjórinn.

Það er aldeilis blíða við Arabíuskaga þessa dagana.
Það er aldeilis blíða við Arabíuskaga þessa dagana. Ljósmynd/Þórir Hálfdánarson

Hann segir áhafnaskiptunum hafa verið slegið á frest um óákveðinn tíma og kveðst gera ráð fyrir því að Íslendingarnir verði leystir af strax og opnast fyrir flug milli landa, en það er með öllu óvíst hvenær það verður. „Hérna í Óman er mikil áhersla lögð á einangrun. Nú er innanlandsflug niðri og samgöngubann á milli borga, þannig að þetta eru alltaf að verða harðari og harðari aðgerðir. Maður er kannski smá efins um að það verði úr næstu löndun.“

Þokkalega sáttir

„Í þessu ástandi hefur hluturinn aldrei verið hærri en í síðasta uppgjöri þannig að menn eru bara þokkalega sáttir,“ segir Flosi. Spurður hvort það gefist mikill tími til þess að njóta sólarinnar í hlýindunum svarar hann að það geti reynst erfitt enda fari fram mikil vinna um borð. „Það er unnið hérna allan sólarhringinn, en þeir eru allir orðnir kaffibrúnir sem vinna á dekkinu,“ segir Flosi og hlær.

„Hitamælirinn stendur núna í 30 gráðum og fer vel um okkur. En það er bara þessi óvissa, við vitum ekki hvenær eða hvernig við komumst heim,“ bætir hann við.

Victoria er að veiðum við strendur Óman.
Victoria er að veiðum við strendur Óman. Ljósmynd/Þórir Hálfdánarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Kristján HF 100 Lína
Keila 309 kg
Þorskur 268 kg
Karfi 111 kg
Steinbítur 38 kg
Ufsi 16 kg
Ýsa 5 kg
Samtals 747 kg
19.9.24 Særif SH 25 Lína
Þorskur 1.488 kg
Keila 367 kg
Ýsa 62 kg
Steinbítur 58 kg
Karfi 25 kg
Samtals 2.000 kg
19.9.24 Elli P SU 206 Línutrekt
Þorskur 3.183 kg
Ýsa 1.120 kg
Keila 155 kg
Langa 50 kg
Steinbítur 37 kg
Samtals 4.545 kg

Skoða allar landanir »