„Það er eitthvað stórkostlegt að“

Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, kveðst ekki sáttur með starfshætti …
Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, kveðst ekki sáttur með starfshætti Hafrannsóknastofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er alveg sannfærður um það að þessi aðferðafræði sem notuð er til mælingar á fiskistofnum hún stenst ekki,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í samtali við 200 mílur. Hann kveðst svekktur yfir ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar er varðar heildaraflamark fiskveiðiársins 2021/2022.

„Þetta veldur mér miklum vonbrigðum. […] Það getur vel verið að menn séu að verða varir við einhvern samdrátt í þorski en að hann sé einhver 20% eins og Hafró er að tala um; það bara kemur ekki til nokkurra mála,“ segir Arthur.

„Eftir 37 ára tilraunastarfsemi Hafrannsóknastofnunar gefur hún út nánast sama upp á kíló og hún gaf út í ársbyrjun 1984 þegar þetta kerfi var sett af stað. Þetta er árangurinn,“ segir hann og bætir við að hann telji nauðsynlegt að rannsaka starfshætti Hafrannsóknastofnunar þar sem „þetta er ekki eðlilegt.“

Fram kom við kynningu á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar 15. júní að við endurskoðun á stofnmati í kjölfar endurmats á aflareglu var uppsetningu stofnmats breytt. Þá kom í ljós að viðmiðunarstofninn sem talinn var í fyrra vera 1.208 þúsund tonn hafi raunar verið 19% minni eða 982 þúsund tonn. Stofninn er nú talinn vera 941 þúsund tonn og samdráttur því 4,8% milli ára eða 22% miðað við stofnmatið fyrir leiðréttingu.

„Gefur aldrei meira af sér

„Það er eitthvað stórkostlegt að ef það er verið að reyna að telja okkur trú um það að verið sé að byggja upp fiskistofn sem gefur aldrei meira af sér ár eftir ár og áratug eftir áratug. Þeir eru búnir að hafa svo langan tíma til að sanna þessa aðferðafræði að það hálfa væri nóg, en það er samt haldið áfram að skaka í sama farinu,“ fullyrðir Arthur.

Spurður hvort félagsmenn Landssambandsins hafi haft væntingar um mótvægisaðgerðir til að milda höggið af lækkuninni, svarar Arthur að hann hafi ekki hafa heyrt marga hafa slíkar væntingar. „Ég held að margir voru að vona að hann [Kristján Þór Júlíusson] myndi halda sig við sömu tölu og er í gangi fyrir þetta fiskveiðiár.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.12.23 397,62 kr/kg
Þorskur, slægður 10.12.23 379,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.12.23 223,71 kr/kg
Ýsa, slægð 10.12.23 94,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.23 223,41 kr/kg
Ufsi, slægður 10.12.23 215,85 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 10.12.23 198,86 kr/kg
Litli karfi 8.12.23 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.23 260,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.12.23 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.717 kg
Ýsa 4.280 kg
Langa 336 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 21 kg
Ufsi 18 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 13.492 kg
9.12.23 Jón Ásbjörnsson RE 777 Lína
Þorskur 67 kg
Keila 40 kg
Hlýri 24 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 160 kg
9.12.23 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.310 kg
Ýsa 76 kg
Keila 50 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.452 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.12.23 397,62 kr/kg
Þorskur, slægður 10.12.23 379,29 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.12.23 223,71 kr/kg
Ýsa, slægð 10.12.23 94,76 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.12.23 223,41 kr/kg
Ufsi, slægður 10.12.23 215,85 kr/kg
Djúpkarfi 20.10.23 253,00 kr/kg
Gullkarfi 10.12.23 198,86 kr/kg
Litli karfi 8.12.23 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.12.23 260,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

9.12.23 Einar Guðnason ÍS 303 Lína
Þorskur 8.717 kg
Ýsa 4.280 kg
Langa 336 kg
Keila 84 kg
Steinbítur 29 kg
Karfi 21 kg
Ufsi 18 kg
Hlýri 7 kg
Samtals 13.492 kg
9.12.23 Jón Ásbjörnsson RE 777 Lína
Þorskur 67 kg
Keila 40 kg
Hlýri 24 kg
Karfi 16 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 160 kg
9.12.23 Sandfell SU 75 Lína
Þorskur 1.310 kg
Ýsa 76 kg
Keila 50 kg
Ufsi 16 kg
Samtals 1.452 kg

Skoða allar landanir »

Loka