Verkfallsaðgerðir ekki í sjónmáli

Talsmenn sjómanna hafa gefið í skyn að hugsanlegum verkfallsaðgerðum geti …
Talsmenn sjómanna hafa gefið í skyn að hugsanlegum verkfallsaðgerðum geti verið beint að loðnuvertíð. Hins vegar virðist lítill áhugi á verkfalli meðal sjómanna þar sem þeir eru að þéna vel um þessar mundir. mbl.is/Eggert

Krefjandi tímar eru í vændum fyrir ríkisstjórnina ef hiti færist í kjaradeilu sjómanna á ný, en það er háð því hvernig nýjum ráðherrum sjávarútvegs- og verkalýðsmála takist að koma til móts við óskir stétta sjómanna. Hins vegar er fátt sem bendir til þess að sjómenn hafi raunverulegan áhuga á átökum um þessar mundir þrátt fyrir hótanir þess efnis.

Í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir jákvæðum efnahagshorfum og munu þær meðal annars leiða til betri afkomu ríkissjóðs en á yfirstandandi ári.

Í greinargerð frumvarpsins er spáð að vöruútflutningur vaxi lítillega á næsta ári og megi meðal annars rekja það til aukins útflutnings sjávarafurða. „Stór loðnuvertíð spilar þar lykilhlutverk og vegur á móti minnkandi þorskútflutningi,“ segir í greinargerðinni. Umfang loðnuvertíðarinnar er sú stærsta í nærri tvo áratugi og er aflaverðmæti vertíðarinnar talið nema um 50 milljörðum króna.

Það er því mikið undir og hafa verkalýðsfélög sjómanna í lengri tíma ýjað að því að það kunni að koma til afmarkaðra verkfallsaðgerða beint að loðnuvertíðinni til að koma á samningum, en sjómenn hafa verið samningslausir um nokkurt skeið.

Ekki án átaka?

Í byrjun september svaraði Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, spurningu blaðamanns um hvort stefndi í verkfall þar sem sjómenn hefðu verið samningslausir í tvö ár: „Það er ekkert sem menn vilja gera, en ef allt þrýtur þá verður það endirinn. Ég væri ekki hissa – ef þeir eru á svona stífum gormum eins og þeir virðast vera – að það verður gerð tilraun til þess að fá allar stéttir í verkfall. Væntanlega á einhverjum krítískum tíma eins og loðnuvertíð.“

Um tveimur mánuðum seinna, í byrjun nóvember, sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið að tímasetning verkfallsaðgerða sem yrðu til umræðu á þingi sambandsins gæti tengst loðnuvertíð.

Á þingi Sjómannasambands Íslands var síðan samþykkt ályktun þar sem skorað var á aðildarfélög sambandsins að hefja undirbúning aðgerða til að „knýja á um alvörusamningaviðræður við útvegsmenn. [...] Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar er ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka.“

Binda vonir við ráðherra

Spurður hverjar horfunar séu nú þegar mánuður er að verða síðan þing sambandsins ályktaði að undirbúa þyrfti aðgerðir, svarar Valmundur: „Þetta er allt í farvegi. Menn eru að skoða málin og velta fyrir sér ýmsum hlutum. Manni heyrist á mönnum að þeir séu ekki tilbúnir í að fara í beinar aðgerðir. Allsherjarverkfall held ég komi ekki til greina.“

Þá segir hann félagsmenn almennt hafa það gott á sjónum í dag og að við þær aðstæður sé ekki mikill hvati til að grípa til aðgerða. „Við eigum von á því að fá fundarboð frá sáttasemjara á næstu dögum og þá mun koma í ljós hvort eitthvað sé hægt að hreyfa málum,“ bætir hann við.

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands.
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valmundur segir einnig að kyrrstaða hafi myndast á meðan var beðið eftir niðurstöðum stjórnarmyndunarviðræðna ríkisstjórnarflokkanna. „Við höfum talað um að fara með beiðni til ríkisvaldsins um ákveðnar leiðréttingar á okkar málum. Meðal annars um Verðlagsstofu skiptaverðs, að hún verði styrkt.“ Bindur sambandið vonir við að nýir ráðherrar geti liðkað fyrir gerð nýrra samninga.

Engar ákvarðanir teknar

„Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um að fara í verkfallsaðgerðir, en menn eru ósáttir við að vera samningslausir árum saman. Þó svo að menn hafi góð laun og allt það þá er bara óþolandi að menn geta ekki samið við okkur um nokkrar krónur af gróðanum sem kemur af sjávarútvegi í stað þess að krefja okkur um að borga með þeim gjöldin sem lögð eru á fyrirtækin – sem kemur ekki til greina. Við erum bara launþegar hjá þeim,“ segir Valmundur, en meðal helstu krafna sjómanna hefur verið að útgerðir greiði sama mótframlag í lífeyrissjóð og annar atvinnurekstur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 4.10.22 531,00 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.22 530,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.22 407,83 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.22 330,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.22 282,52 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.22 313,64 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 4.10.22 411,99 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.22 Málmey SK-001 Botnvarpa
Þorskur 97.930 kg
Ýsa 12.550 kg
Ufsi 2.736 kg
Gullkarfi 1.829 kg
Skarkoli 748 kg
Steinbítur 212 kg
Þykkvalúra sólkoli 163 kg
Hlýri 124 kg
Lúða 53 kg
Langa 6 kg
Samtals 116.351 kg
5.10.22 Glettingur NS-100 Landbeitt lína
Þorskur 1.352 kg
Ýsa 447 kg
Steinbítur 77 kg
Keila 36 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.914 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 4.10.22 531,00 kr/kg
Þorskur, slægður 4.10.22 530,06 kr/kg
Ýsa, óslægð 4.10.22 407,83 kr/kg
Ýsa, slægð 4.10.22 330,51 kr/kg
Ufsi, óslægður 4.10.22 282,52 kr/kg
Ufsi, slægður 4.10.22 313,64 kr/kg
Djúpkarfi 21.9.22 166,00 kr/kg
Gullkarfi 4.10.22 411,99 kr/kg
Litli karfi 28.9.22 10,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

5.10.22 Málmey SK-001 Botnvarpa
Þorskur 97.930 kg
Ýsa 12.550 kg
Ufsi 2.736 kg
Gullkarfi 1.829 kg
Skarkoli 748 kg
Steinbítur 212 kg
Þykkvalúra sólkoli 163 kg
Hlýri 124 kg
Lúða 53 kg
Langa 6 kg
Samtals 116.351 kg
5.10.22 Glettingur NS-100 Landbeitt lína
Þorskur 1.352 kg
Ýsa 447 kg
Steinbítur 77 kg
Keila 36 kg
Skarkoli 2 kg
Samtals 1.914 kg

Skoða allar landanir »

Loka