„Þetta er mjög sorglegt atvik sem okkur þykir mjög leitt að hafi átt sér stað,“ segir Ivan Vindheim, forstjóri Mowi, um strok 3.500 laxa úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst, en Mowi fer með meirihluta í Arctic Fish.
Vindheim kveðst ekki geta tjáð sig um kringumstæður atviksins þar sem málið hefur verið til skoðunar hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum en segir að Mowi sé með stefnu um að engir laxar strjúki úr sjókvíum félagsins og því sé hvert atvik of mikið. „Ég hef trú á því að það verði hægt að reka fiskeldi án þess að laxar strjúki.“
Spurður hvort greinin geti endurheimt traust svarar hann:
„Þegar kemur að trausti er það eitthvað sem maður byggir upp einn millimetra í einu, en ef það rofnar gerist það í kílómetrum. Það verður því mikilvægt fyrir okkur nú í framhaldinu að sýna samfélaginu að við séum traustsins verð. Mowi leggur mikla áherslu á sjálfbærni og hefur hlotið viðurkenningu fyrir að framleiða sjálfbærasta dýraprótein í heimi fjögur ár í röð. Ég vil því halda því fram að við séum með mjög góða forsögu í þessum efnum.“
Mowi er stærsti framleiðandi á atlantshafslaxi í heiminum og framleiddi 464 þúsund tonn á síðasta ári sem eru um 20% framleiðslu tegundarinnar á heimsvísu.
Rætt er við Vindheim í ítarlegu viðtali í sérstöku blaði 200 mílna um eldis- og ræktunargreinar sem fylgir Morgunblaðinu í dag í tilefni af ráðstefnunni Lagarlíf.
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 589,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 699,31 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 466,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 381,84 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 274,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,82 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |
Afurð | Dags. | Meðalverð |
---|---|---|
Þorskur, óslægður | 22.1.25 | 589,27 kr/kg |
Þorskur, slægður | 22.1.25 | 699,31 kr/kg |
Ýsa, óslægð | 22.1.25 | 466,59 kr/kg |
Ýsa, slægð | 22.1.25 | 381,84 kr/kg |
Ufsi, óslægður | 22.1.25 | 274,77 kr/kg |
Ufsi, slægður | 22.1.25 | 323,86 kr/kg |
Undirmálsufsi, óslægður | 26.7.23 | 10,00 kr/kg |
Undirmálsufsi, slægður | 21.1.25 | 249,00 kr/kg |
Djúpkarfi | 6.1.25 | 90,00 kr/kg |
Gullkarfi | 22.1.25 | 254,82 kr/kg |
22.1.25 Gunnþór ÞH 75 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 749 kg |
Grásleppa | 14 kg |
Hlýri | 10 kg |
Ýsa | 10 kg |
Ufsi | 7 kg |
Samtals | 790 kg |
22.1.25 Ósk ÞH 54 Þorskfisknet | |
---|---|
Þorskur | 123 kg |
Ufsi | 10 kg |
Samtals | 133 kg |
22.1.25 Þorleifur EA 88 Þorskfisknet | |
---|---|
Ufsi | 1.618 kg |
Þorskur | 895 kg |
Karfi | 84 kg |
Samtals | 2.597 kg |
22.1.25 Gjafar ÍS 72 Línutrekt | |
---|---|
Ýsa | 2.885 kg |
Þorskur | 1.021 kg |
Steinbítur | 291 kg |
Skarkoli | 19 kg |
Langa | 10 kg |
Karfi | 6 kg |
Hlýri | 2 kg |
Samtals | 4.234 kg |