Ákærður fyrir að brjóta gegn 13 ára stúlku

Kynferðisbrot | 28. maí 2019

Ákærður fyrir að brjóta gegn 13 ára stúlku

Héraðssaksóknari hefur ákært 21 árs gamlan karlmann fyrir að brjóta kynferðislega gegn 13 ára gamalli stúlku. Þegar meint brot átti sér stað var maðurinn 18 ára. Í ákæru málsins segir að hann hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft samræði við hana.

Ákærður fyrir að brjóta gegn 13 ára stúlku

Kynferðisbrot | 28. maí 2019

Héraðssaksóknari.
Héraðssaksóknari. mbl.is/Ófeigur

Héraðssaksóknari hefur ákært 21 árs gamlan karlmann fyrir að brjóta kynferðislega gegn 13 ára gamalli stúlku. Þegar meint brot átti sér stað var maðurinn 18 ára. Í ákæru málsins segir að hann hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft samræði við hana.

Héraðssaksóknari hefur ákært 21 árs gamlan karlmann fyrir að brjóta kynferðislega gegn 13 ára gamalli stúlku. Þegar meint brot átti sér stað var maðurinn 18 ára. Í ákæru málsins segir að hann hafi látið stúlkuna hafa við sig munnmök og haft samræði við hana.

Er hann ákærður fyrir brot á 1. mgr. 202. greinar almennra hegningarlaga, en þar segir að hver sá sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.

Þá fer móðir stúlkunnar, fyrir hönd hennar, fram á að maðurinn verði dæmdur til að greiða 3,5 milljónir í skaða- og miskabætur vegna málsins. Málið er þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

mbl.is