Úlfarnir sekir um nauðgun

Kynferðisbrot | 21. júní 2019

Úlfarnir sekir um nauðgun

Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag fimm karlmenn í 15 ára fangelsi fyrir nauðgun og úrskurðaði jafnframt að mennirnir væru nauðgarar, en mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í undirrétti. Áfrýjuðu saksóknarar dómi undirréttar og eftir að löggjöf Spánar var breytt í kjölfarið komst Hæstiréttur að annarri niðurstöðu.

Úlfarnir sekir um nauðgun

Kynferðisbrot | 21. júní 2019

Dómi undirréttarins var mótmælt víða um Spán.
Dómi undirréttarins var mótmælt víða um Spán. AFP

Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag fimm karlmenn í 15 ára fangelsi fyrir nauðgun og úrskurðaði jafnframt að mennirnir væru nauðgarar, en mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í undirrétti. Áfrýjuðu saksóknarar dómi undirréttar og eftir að löggjöf Spánar var breytt í kjölfarið komst Hæstiréttur að annarri niðurstöðu.

Hæstiréttur Spánar dæmdi í dag fimm karlmenn í 15 ára fangelsi fyrir nauðgun og úrskurðaði jafnframt að mennirnir væru nauðgarar, en mennirnir voru sýknaðir af ákæru um nauðgun í undirrétti. Áfrýjuðu saksóknarar dómi undirréttar og eftir að löggjöf Spánar var breytt í kjölfarið komst Hæstiréttur að annarri niðurstöðu.

Undirréttur dæmdi mennina til 9 ára fangelsisvistar en féllst ekki á það að konunni, sem var 18 ára þegar nauðgunin átti sér stað, hafði í raun verið nauðgað þar sem hún var hvorki beitt ofbeldi né henni ógnað. Voru mennirnir aftur á móti sakfelldir fyrir kynferðisbrot.

Mennirnir fimm eru þekktir sem Úlfahjörðin og samkvæmt BBC voru tveir þeirra handteknir í kjölfar dómsins og handtökuskipanir gefnar út fyrir hina þrjá.

Í niðurstöðu Hæstaréttar er ekki fallist á upprunalega úrskurð undirréttarins þar sem fórnarlambið hafði ekki samþykkt samneyti við mennina og að það hafi farið fram við „verulega ógnandi aðstæður.“

Samkvæmt Hæstarétti sýndi fórnarlambið undirgefna hegðun við mennina vegna ótta og neyðar yfir aðstæðunum sem hún hafði enga stjórn yfir.

Mennirnir fimm: José Ángel Prenda, Jesús Escudero, Alfonso Jesús Cabezuelo, Antonio Manuel Guerrero og Ángel Boza fengu allir 15 ára fangelsisdóm. Þá var Guerrero einnig dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar fyrir að stela farsíma konunnar.

mbl.is