Dæmdur fyrir að káfa á sofandi manni

Kynferðisbrot | 19. desember 2019

Dæmdur fyrir að káfa á sofandi manni

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og til að greiða 500 þúsund krónur í bætur til annars manns vegna kynferðislegrar áreitni, en hann er fundinn sekur um að hafa káfað á rassi hans innanklæða og sett fingur að endaþarmsopi hans meðan hinn maðurinn var sofandi.

Dæmdur fyrir að káfa á sofandi manni

Kynferðisbrot | 19. desember 2019

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þór

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og til að greiða 500 þúsund krónur í bætur til annars manns vegna kynferðislegrar áreitni, en hann er fundinn sekur um að hafa káfað á rassi hans innanklæða og sett fingur að endaþarmsopi hans meðan hinn maðurinn var sofandi.

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi og til að greiða 500 þúsund krónur í bætur til annars manns vegna kynferðislegrar áreitni, en hann er fundinn sekur um að hafa káfað á rassi hans innanklæða og sett fingur að endaþarmsopi hans meðan hinn maðurinn var sofandi.

Mennirnir voru vinir fyrir atburðinn, en fram kemur að sá yngri, sem varð fyrir brotinu, hafi komið heim til þess eldri nóttina sem brotið átti sér stað. Höfðu þeir, þrátt fyrir 18 ára aldursmun, stutt hvor annan við að halda sér edrú, en einnig verið í neyslu saman, að því er fram kemur í dóminum.

Upplýsingar liggja fyrir um að yngri maðurinn hafi til klukkan 02:28 um nóttina sent skilaboð á Messenger, en þá varð hlé til 03:08 þegar hann sendi vini sínum skilaboð og bað hann að sækja sig. Það hafi hins vegar ekki gengið upp vegna ölvunar vinarins, en systir fórnarlambsins hafi endað með að sækja hann. Sagði systirin að bróðir hennar hefði verið í uppnámi, pirraður, reiður og sár þegar hún sótti hann, en hann vildi fara beint upp á lögreglustöð og kæra eldri manninn.

Eldri maðurinn viðurkenndi við lögreglu að hann hafi strokið yngri manninum og sagði hann að um gagnkvæmar kynferðislegar strokur hefði verið að ræða. Því neitaði hins vegar yngri maðurinn. Þá sagði sá eldri að strokurnar hefðu aðeins verið utanklæða.

Til hliðsjónar við ákvörðun dómsins er meðal annars vísað til skilaboða sem eldri maðurinn sendi hinum yngri síðar um nóttina, en þar baðst hann afsökunar á hegðun sinni um nóttina. Telur dómurinn að framburður yngri mannsins hafi verið stöðugur og þá styðji viðbrögð hans, framburður vitna og mat geðlæknis ásakanir hans um kynferðislega áreitni, sem og að framburður ákærða um skilaboðin hafi þótt ótrúverðugur.

Segir í dóminum að eldri manninum hafi mátt vera ljóst að sá yngri hafi verið sofandi og er framburður yngri mannsins lagður til grundvallar við úrlausn málsins. Hinum dæmda er jafnframt gert að greiða allan sakarkostnað.

mbl.is