Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum

Kynferðisbrot | 6. apríl 2020

Ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur stúlkum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2014 til 2017, en þá voru stúlkurnar 9-12 ára. Er hann ákærður fyrir að brjóta meðal annars gegn dóttur sinni. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði.

Ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur stúlkum

Kynferðisbrot | 6. apríl 2020

Málið var þingfest í síðasta mánuði.
Málið var þingfest í síðasta mánuði. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2014 til 2017, en þá voru stúlkurnar 9-12 ára. Er hann ákærður fyrir að brjóta meðal annars gegn dóttur sinni. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði.

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þremur stúlkum á árunum 2014 til 2017, en þá voru stúlkurnar 9-12 ára. Er hann ákærður fyrir að brjóta meðal annars gegn dóttur sinni. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði.

Samkvæmt ákæru málsins er maðurinn ákærður fyrir brot gegn einni stúlkunni á árunum 2015-2017 þegar hún var 9-11 ára, en stúlkan var gestkomandi á heimili mannsins. Er maðurinn sagður hafa strokið stúlkunni innan klæða og farið með fingur í leggöng hennar auk þess að láta hana fróa sér.

Í öðrum ákærulið er hann ákærður fyrir að hafa árið 2014 á heimili sínu tekið myndband af dóttur sinni og vinkonu hennar, þá 8-9 ára gömlum, nöktum í baði og eftir að hafa verið í baði.

Í þriðja ákæruliðnum er hann ákærður fyrir að hafa árið 2017 falið myndavél inni á baðherbergi á heimili sínu og tekið myndbönd af tveimur af stúlkunum, þá 11-12 ára, án þeirra vitneskju þar sem þær voru naktar.

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa framleitt og haft í vörslu sinni ljósmyndir af stúlkunum þremur sem sýndu þær á kynferðislegan og klámfengin hátt. Auk þess að hafa búið til myndir úr myndskeiðunum sem hann tók af stúlkunum skeytti hann jafnframt myndum af einni stúlkunni við myndir af öðrum karlmanni, eða skeytti höfði hennar við barnaníðsmyndir af óþekktri stúlku. Bjó hann myndirnar til á árunum 2016-2019.

Auk þess fundust á tölvum mannsins og geisladiskum tugir mynda og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Farið er fram á refsingu yfir manninum, en auk þess er farið fram á miskabætur fyrir hönd stúlknanna, 5,5 milljónir, 2,5 milljónir og 3,5 milljónir, eða samtals 11,5 milljónir.

mbl.is