Flytja flóttafólk til meginlandsins

Á flótta | 16. apríl 2020

Flytja flóttafólk til meginlandsins

Grísk stjórnvöld ætla að flytja 2.380 einstaklinga í viðkvæmri stöðu úr flóttamannabúðum á eyjunum í Eyjahafi til meginlandsins til þess að vernda þá gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti útlendingamála.

Flytja flóttafólk til meginlandsins

Á flótta | 16. apríl 2020

AFP

Grísk stjórnvöld ætla að flytja 2.380 einstaklinga í viðkvæmri stöðu úr flóttamannabúðum á eyjunum í Eyjahafi til meginlandsins til þess að vernda þá gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti útlendingamála.

Grísk stjórnvöld ætla að flytja 2.380 einstaklinga í viðkvæmri stöðu úr flóttamannabúðum á eyjunum í Eyjahafi til meginlandsins til þess að vernda þá gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneyti útlendingamála.

Fólkinu verður þess í stað komið fyrir í íbúðum, hótelum og flóttamannabúðum á meginlandinu en ekki er vitað til þess að kórónuveiran hafi enn greinst í flóttamannabúðum á Kos, Lesbos, Chios, Samos og Leros. 

Frá Aþenu fyrr í mánuðinum.
Frá Aþenu fyrr í mánuðinum. AFP

Að sögn yfirvalda hefjast aðgerðirnar á sunnudag, páskadag samkvæmt rétttrúnaðarkirkjunni, og mun taka um tvær vikur að flytja fólkið á nýja staði. 

Meðal þeirra sem verða fluttir eru 200 hælisleitendur sem eru komnir yfir sextugt og fjölskyldur þeirra. Aðrir, 1.730 einstaklingar, eru með undirliggjandi sjúkdóma eða eru ættingjar þeirra. 

Kórónuveirusmit hafa komið upp í tveimur flóttamannabúðum við Aþenu og hefur þeim verið lokað. Það er enginn fær að fara þangað inn né út.

Um 100 þúsund hælisleitendur eru í Grikklandi nú. Búðir á eyjum sem eru nálægt Tyrklandi eru yfirfullar og býr fólk þar við mjög vondar aðstæður. Um 36 þúsund flóttamenn halda þar til í búðum sem eru gerðar fyrir 6.100 manns. 

Í vikunni hófst brottflutningur 1.600 barna og ungmenna frá stríðshrjáðum löndum sem eru ein á ferð frá Grikklandi til annarra ríkja Evrópu. Í gær fóru 12 flóttabörn frá Lesbos, Samos og Chios til Lúxemborg og á laugardag fara 50 börn til Þýskalands og 20 til Sviss. 

Frá Lesbos.
Frá Lesbos. AFP
mbl.is