Fá smit og endaspretturinn nálgast

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júní 2021

Fá smit og endaspretturinn nálgast

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, er sáttur við tölur helgarinnar og telur að búið sé að koma öllum í sóttkví sem voru berskjaldaðir fyrir smiti sem kom upp á fimmtudag. Afar fá smit eru að greinast á landamærunum og við erum greinilega á réttri leið segir hann í samtali við mbl.is. „Við erum klárlega farin að sjá endasprettinn í þessu,“ segir Víðir. 

Fá smit og endaspretturinn nálgast

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júní 2021

Víðir Reynisson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.
Víðir Reynisson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, er sáttur við tölur helgarinnar og telur að búið sé að koma öllum í sóttkví sem voru berskjaldaðir fyrir smiti sem kom upp á fimmtudag. Afar fá smit eru að greinast á landamærunum og við erum greinilega á réttri leið segir hann í samtali við mbl.is. „Við erum klárlega farin að sjá endasprettinn í þessu,“ segir Víðir. 

Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, er sáttur við tölur helgarinnar og telur að búið sé að koma öllum í sóttkví sem voru berskjaldaðir fyrir smiti sem kom upp á fimmtudag. Afar fá smit eru að greinast á landamærunum og við erum greinilega á réttri leið segir hann í samtali við mbl.is. „Við erum klárlega farin að sjá endasprettinn í þessu,“ segir Víðir. 

Ekkert smit greindist innanlands í gær og þau fjögur smit sem greindust á föstudag og laugardag voru öll meðal fólks í sóttkví. Sjö smit greindust utan sóttkvíar á fimmtudag og voru þau meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fólkið tengist allt og smitið mjög afmarkað. 

„Þetta lítur bara vel út og við teljum að við séum búin að koma öllum í sóttkví sem voru útsettir fyrir smiti,“ segir Víðir. Hann á aftur á móti alveg eins von á því að fleiri smit eigi eftir að koma upp en bundnar séu vonir við að þeir verði allir í sóttkví. „Við höfum ekki trú á því að það séu margir þarna úti sem voru útsettir en við ekki náð til.“

Allir nemendur á unglingastigi Hvaleyrar­skóla í Hafnar­f­irði voru send­ir í sótt­kví á fimmtu­dags­kvöldið eft­ir að nem­andi greind­ist með Covid-19. Um eitt hundrað nemendur og sex kennarar fóru því í sóttkví. Víðir segir að búið sé að skima hluta þeirra og ekkert smit greinst meðal þeirra. Einhverjir eru enn í sóttkví en eru að ljúka henni þannig að veiran hefur væntanlega ekki náð að dreifa sér innan skólans segir hann.

Ekki hefur tekist að tengja þetta hópsmit í Hafnarfirði við landamærin að sögn Víðis.

Raðgreining smita sýnir að þetta sama afbrigði, það er samsetning þess er af nákvæmlega sama toga, hefur einu sinni komið fram áður hér á landi eða 27. maí. Öll smit eru raðgreind hér á landi inn­an 24-48 klukku­stunda eft­ir að þau grein­ast og er Ísland eina landið í heim­in­um sem raðgrein­ir öll Covid-19-smit. 

Tölfræðilega afskaplega litlar líkur

Víðir segist ekki vita til þess að nákvæmlega þessi gerð hafi greinst á landamærunum en þrátt fyrir litlar líkur á að það gerist þá getur fólk verið svo stutt gengið í Covid-veikindum við komuna til landsins að það sleppi í gegnum skimunarkerfið.

„Tölfræðilega eru afskaplega litlar líkur á því en þessi veira er svo óútreiknanleg að það getur verið erfitt að sjá það,“ segir Víðir. Hann segist vonast til þess að hægt verði að finna uppruna smitsins því raðgreining reki þessi smit saman sem hafa greinst frá því á fimmtudag en það vanti enn hlekkinn á undan, það er uppruna smitsins.

Að sögn Víðis virðist einnig vera búið að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu annars smits innanlands sem fyrst greindist meðal starfsfólks H&M á Hafnartorgi. 

Hver sprauta skiptir máli

Nú erum við að bíða og sjá hvað næstu tveir dagar segja okkur í tölunum því það var mikið um að fólk kæmi saman helgina eftir að létt var á takmörkunum, segir Víðir en þessa umræddu helgi var mikið um mannamót og útskriftarveislur þar sem fólk var að fara á milli veislna.

„Ef það hefur verið eitthvað kraumandi sem hefði getað farið af stað þá ættum við að sjá það í tölum fyrir daginn í dag og á morgun, segir Víðir og vísar þar til talna sem verða kynntar á morgun og á miðvikudag. „Ef það kemur ekkert stórt út úr því þá höfum við ekki stórar áhyggjur,“ segir Víðir. 

Hann segir greinilegt að auk persónulegra sóttvarna séu bólusetningar klárlega að brjóta smitkeðjur Covid-19 á Íslandi um þessar mundir. Þrátt fyrir að ekki sé komið hjarðónæmi þá eru bólusetningar orðnar algengar en alls hafa tæplega 64% 16 ára og eldri fengið að minnsta kosti fyrri bólusetningu.

Nú er byrjað að bólusetja árganga af handahófi og í þessari viku verða 27 þúsund bólusettir. Víðir segir að með þessu séu að detta út heilir árgangar í yngstu aldurshópunum sem voru ekki bólusettir nema að litlu leyti áður. „Hver sprauta skiptir máli núna,“ segir Víðir og er bjartsýnn á framhaldið en afar fá smit eru að greinast á landamærunum þrátt fyrir að gríðarlegur fjöldi sé skimaður þar á hverjum degi núna. Bara um helgina voru tæplega fimm þúsund skimaðir þar og tæplega 1.900 manns eru í skimunarsóttkví.  

mbl.is