Ekki litið til kosninga í næsta minnisblaði

Kórónuveiran COVID-19 | 2. september 2021

Ekki litið til kosninga í næsta minnisblaði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vera farinn að leiða hugann að nýjum tillögum til ráðherra enda séu tvær vikur í að núverandi ráðstafanir komi til endurskoðunar. 

Ekki litið til kosninga í næsta minnisblaði

Kórónuveiran COVID-19 | 2. september 2021

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vera farinn að leiða hugann að nýjum tillögum til ráðherra enda séu tvær vikur í að núverandi ráðstafanir komi til endurskoðunar. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki vera farinn að leiða hugann að nýjum tillögum til ráðherra enda séu tvær vikur í að núverandi ráðstafanir komi til endurskoðunar. 

Aðspurður segist hann ekki ætla líta sérstaklega til þess að framundan eru alþingiskosningar, þegar hann skila næst inn minnisblaði til ráðherra að sóttvarnaaðgerðum við Covid-19. 

„Nei, kosningar hafa ekki áhrif á mín minnisblöð,“ segir Þórólfur í samtali við mbl.is. 

Þakkar bólusetningum lítil veikindi

Hann segir fjórðu bylgju faraldursins einkennast af miklum fjölda smita en fáum tilfellum alvarlegra veikinda. 

„Þessi bylgja er frábrugðin öðrum bylgjum að því leytinu til að nú erum við með mjög marga sem eru bólusettir. Við sjá lægra hlutfall alvarlega veikra en áður og það voru hlutfallslega fleiri áður sem þurftu að leggjast inn á spítala.

Þó að þetta sé meira smitandi afbrigði og þetta sé stærsta bylgjan til þessa og flestir greinst í þessari bylgju, það er stóri munurinn; minna um alvarlega veikindi og ég þakka það bólusetningum,“ segir Þórólfur. 

Framtíðarsýn Þórólfs að raungerast

Hefur fækkun smita nú hér á landi, fá tilfelli alvarlegra veikinda og afléttingar í öðrum löndum áhrif á framtíðarsýn þína, sem þú settir fram í minnisblaði til ráðherra í ágúst?

„Nei, ég er búinn að setja mína framtíðarsýn fram og ég get ekki séð að þetta breyti neinu. Smitum er að fjölga í Bretlandi og innlögnum á sjúkrahús er að fjölga í Bretlandi. Ég held að þeir séu kannski að fara að sjá það sem við sáum í júlí og ágúst. Smitum er að fjölga í Noregi og við eigum eftir að sjá hvað gerist í Danmörku, þeir eru ekki búin að aflétta öllu en það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þar.

Smitum er að fjölga í mjög mörgum löndum. Þannig að staðan nú breytir ekki minni framtíðarsýn í því að þessi veira er enn í gangi og á meðan hún er til staðar og við sjáum ný afbrigði þá þurfum við að hafa takmarkanir á landamærunum og við þurfum að skima og reyna að lágmarka eins og hægt að veira komist hérna inn," segir Þórólfur.

„Svo held ég að við þurfum að vera með einhverjar takmarkanir í gangi hér innanlands til þess að hefta för veirunnar. Það er bara spurning hvernig þær takmarkanir eigi að vera og ég viðra ýmsa möguleika í mínu minnisblaði. Það hefur ekkert breyst heldur held ég að staðan styrki enn frekar það sem ég set fram í minnisblaðinu.“

Telur þú mat þitt í minnisblaðinu eldast vel?

„Ég held að þetta sé að raungerast og ég tel að við höfum fengið nokkuð góða sýn á þessa veiru; við vitum hvað hún gerir og hvað gerist þegar við afléttum. Nú erum við búin að sjá hvernig bólusetningarnar standa sig og þær koma í veg fyrir smit hjá fimmtíu prósent af þeim sem eru bólusettir en eru sérstaklega góð vörn gegn alvarlegum afleiðingum smitsins. Svo geta nýjir hlutir komið upp sem við vissum ekki fyrir. Við þurfum bara að vera tilbúin að takast á við það,“ segir hann. 

mbl.is