„Vona að almenningur taki vel undir“

Kórónuveiran Covid-19 | 5. nóvember 2021

„Vona að almenningur taki vel undir“

Um 120.000 íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða boðaðir í örvunarbólusetningu við kórónuveirunni frá og með 15. nóvember næstkomandi. „Ég vona að almenningur taki vel undir og mæti til okkar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

„Vona að almenningur taki vel undir“

Kórónuveiran Covid-19 | 5. nóvember 2021

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 120.000 íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða boðaðir í örvunarbólusetningu við kórónuveirunni frá og með 15. nóvember næstkomandi. „Ég vona að almenningur taki vel undir og mæti til okkar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

Um 120.000 íbúar á höfuðborgarsvæðinu verða boðaðir í örvunarbólusetningu við kórónuveirunni frá og með 15. nóvember næstkomandi. „Ég vona að almenningur taki vel undir og mæti til okkar,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is.

Bólu­sett verður með bóluefni Pfizer í Laug­ar­dals­höll­inni á tíma­bil­inu 15. nóv­em­ber til 8. des­em­ber og geta þeir sem fá boð mætt hvenær sem er á milli klukkan 10 og 15 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, að sögn Ragnheiðar.

„Þegar sex mánuðir hafa liðið frá síðustu bólusetningu mun fólk fá boð í örvunarskammt í smáskilaboðum. Við erum að reikna með að boða alveg 120 þúsund manns hérna á höfuðborgarsvæðinu og svo verður slatti boðaður á landsbyggðinni líka.“

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halda örvunarbólusetningum áfram eftir áramót

Þá segir hún hópinn sem búast megi við að fá boð í örvunarbólusetningu á næstu dögum og vikum samanstanda að mestu af heilbrigðisstarfsfólki og fólki með undirliggjandi sjúkdóma enda séu að verða sex mánuðir liðnir frá því að það var bólusett síðast. 

„Þetta eru svona þessir forgangshópar. Við náum líklega ekki að byrja draga eftir árgöngum fyrr en einhvern tímann eftir áramót. Þeir hópar voru síðast bólusettir í júni og þá verður kominn tími á þá strax eftir áramót. Þá verða gerðar einhverjar svipaðar ráðstafanir og núna.“

Áttu von á því að þáttakan verði dræmari nú en áður?

„Nei, ég er nú að vona ekki. Nú þegar við sjáum að bylgjan er að fara upp þá held ég að þetta sé frekar lausn á vandanum heldur en hitt. Ég vona að almenningur taki vel undir og mæti til okkar. Ég er eiginlega handviss um að hann muni gera það,“ segir hún að endingu.

mbl.is