Verklag vegna kyn­ferðisof­beld­is í mótun

Kynferðisbrot | 8. september 2022

Verklag vegna kyn­ferðisof­beld­is í mótun

Verkefni sem miðar að því að vinna að samræmdu verklagi og úrræðum við móttöku þeirra sem leita til heilbrigðisstofnana landsins vegna kynferðisofbeldis hefur verið komið á fót.

Verklag vegna kyn­ferðisof­beld­is í mótun

Kynferðisbrot | 8. september 2022

Verkefni sem miðar að samræmdu verklagi og úrræðum við móttöku …
Verkefni sem miðar að samræmdu verklagi og úrræðum við móttöku einstaklinga vegna kynferðisofbeldis hefur verið komið á fót. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verkefni sem miðar að því að vinna að samræmdu verklagi og úrræðum við móttöku þeirra sem leita til heilbrigðisstofnana landsins vegna kynferðisofbeldis hefur verið komið á fót.

Verkefni sem miðar að því að vinna að samræmdu verklagi og úrræðum við móttöku þeirra sem leita til heilbrigðisstofnana landsins vegna kynferðisofbeldis hefur verið komið á fót.

Drífu Jónasdóttur, sérfræðingi í heilbrigðismálaráðuneytinu, hefur verið falið að leiða verkefnið. Þá er gert ráð fyrir að tillögur um samræmda verkferla og úrræði við móttöku þeirra sem leita aðstoðar vegna kynferðisofbeldis innan heilbrigðisþjónustunnar liggi fyrir í lok ársins og verði þá kynntar heilbrigðisráðherra.

Vakin er athygli á því í tilkynningu að liður í verkefninu verði að kortleggja og skýra afgreiðslu áverkavottorða og hvernig aðkomu réttargæslumanna skuli háttað í ofbeldismálum, þar með töldum kynferðisbrotamálum. Í samræmdu verklagi verður sérstaklega hugað að fólki sem er í viðkvæmri stöðu, s.s. vegna fötlunar, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar og aldurs.

mbl.is